Yrfillinn á Zanzibar

laugardagur, desember 03, 2005

Skilmysingur...

Þar sem ég er mikið fyrir að bulla í manneskjunni rek ég mig oft á hin merkilegustu fyrirbæri og er stundum hissa á því hve vel mér gengur að spila með fólk í nettri steik. Þess konar grín er reyndar oftar en ekki á kostnað náungans en eins og mamman sín segir er hollt hlæja og ef maður gerir mikið af því, þá verður maður gamall.
Þar sem að ég ætla að hlusta á "techno" á elliheimilinu og gefa skít í gömlu dansana ætla ég að koma með örlitla sögu um mann.

Ég var að vinna með einum heimamanni og vorum við að vinna með slagborvél sem á það til að gefa frá sér hávaða í kringum 90 db. Eins og hver maður veit er æskilegt að verja eyrun í þeim tilvikum og er hægt að nota til þess hin ýmsu tól.

Eða svo hélt ég.

Ein handhægasta útgáfan er í formi gulra tappa sem þenjast út inní eyrunum og þarmeð verja hlustina geng ofþennslu.

Ég hafði verið tillitsamur þennan daginn og kippt með tveimur settum fyrir strákana á meðan á boruninni stóð, og deildi út einu pari út til Franky (goes to Hollywood). Í þeirri andrá sem ég rétti honum tappana uxu á mig horn djöfulsins og einlæg ráðlegging hans sagði mér að leiða mann þennan í villu vegar. Er ég rétti honum tappana sagði ég honum "this goes here" og benti mér í nös.

Kauði var allur að vilja gerður að fylgja öryggisreglum vinnusvæðisins og smeygði töppunum á tilsettan stað og hélt áfram undirbúningi borvélarinnar.

Ég hefði getað átt glaðann dag og unnið með honum svona allan daginn en góði djöfullinn tók völdin og fékk mig til að útskýra tilgang tappana og hlæja örlítið í andlitið á honum...

Þessi mynd var tekin rétt áður en honum bárust tíðindi um misskilning:



Annars erum við Stoffer búnir að vera að vinna mikið undanfarna daga og er ætlunin að hella í sig og á, í kvöld. Hafist verður handa með því að fara út að borða með Claus (tilsyn), hans konu og barni.

Eftir það ku vera ráðlegt að fara að ráðum djöfulsins og sjá hvað fyrir höndum ber...

8 Comments:

  • hahahahahahmuuuuhahahaha.... snilld snilld snilld og aftur snilld. hafðu það gott lilli minn knús Maya

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:24 e.h.  

  • he he he þú ert nú meiri skepnan og náðir meira að segja mynd af honum? Gastu látið vera með að hlæja að honum áður en myndin var tekin??

    Kveðja

    Darri

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:38 e.h.  

  • átti að skila kveðju frá pabba gamla honum fannst þetta svo fyndið að hann er búinn að prenta þessa mynd út og er hún nú uppi á vegg á skrifstofunni hans.

    Take care knús, lille Maya

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:41 e.h.  

  • hehe... ég er búinn að vera hlæja af mér rassgatið yfir þessum snildar skrifum. vel gert. keep up the good work. Drekktu öl og vertu kátur

    kv. Viggi. (skrítni frændi hennar mæju)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:01 e.h.  

  • Já, "always keep a straight face" er lykillinn að góðu gríni...

    By Blogger Yrfillinn, at 5:19 f.h.  

  • Hahah fyndið maður... Greyið maðurinn veit ekki einu sinni af frægð sinni, hengur uppi á vegg á Íslandi...
    Ég bið að heilsa pabba þínum.

    By Blogger Yrfillinn, at 5:20 f.h.  

  • Takk fyrir það Viggi skrýtni.
    Ég sé það að ég þarf að fara að vera duglegri að skrifa.
    Ég lofa að reyna að vera virkur yfir hátíðarnar (bæði í bjórnum og skrifunum...).

    By Blogger Yrfillinn, at 5:25 f.h.  

  • Hangir meina ég...

    By Blogger Yrfillinn, at 5:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home