Þolrif...
Ég átti erindi á næsta bæ í gær ogguu... haaa er ég að segja mér að það sé svona langt síðan...
Ok, þarsíðurstu helgi fór ég yfir til Dar es Salaam og náði mér í guide sem átti Land Rover og fór ég með honum á Safari í Mikumi sem liggur ca. 4,5 tíma fyrir utan Dar.
Þetta var all hressandi og bar ég augum hin ýmsu kvikindi sem ég hafði einungis fengið að fylgjast með á Discovery í sjónvarpinu. Þetta fannst mér heillandi og fékk mig til að langa til að sjá meira, og hef ég því ákveðið að fara til Serengeti og Ngorogoro Crater í nokkra daga eftir vinnuslit, því það ku vera aðal sjittið í þeim bransa.
Á ferðaskrifstofu hér í bæ sá ég að það væri meira að segja hægt að fara í loftbelg yfir slétturnar í um 5 metra hæð og sveima yfir hjörðum fíla, sebrahesta og ég veit ekki hvað. Það fannst mér hljóma afar spennandi og er ég að reyna að vinna í því að setja saman einhvern ferðapakka.
Ég gisti á ódýru hóteli í Mikumi en það bætti upp standardinn með því að hafa lítð dýrasafn með alls konar snákum, öpum, krókudílum og skjaldbökum. Þetta var ansi frumstætt dýragsafn og var ekki mikið um öryggiseftirlit sem gerði hlutina bara enn meira spennandi svo maður fékk að ganga um óáreittur og hefði ég þess vegna getað klofað inní gryfjuna hjá krókódílunum og tekið eina létta glímu.
Eitt var ansi magnað við þetta safn, en ég kom á þeim tíma sem snákunum var gefið að borða. Þeim er gefið þannig að litlum saklausum fuglum er sleppt inní búrin hjá þeim (búrin eru ca. 1,5*1,5*1,5m). Þeirra beið aðeins bláköld miskunarsemi náttúrunnar því þegar ég kom að þá sá ég nokkra hressa fugla vappandi um án þess að vita mikið hvað beið þeirra en svo lágu svona 5-6 stykki á víð og dreif útum búrið annað hvort steindauðir eða að berjast með síðustu lífsseiglunni við eitrið sem var búið að höggva þá með.
Ein slangan var kominn gott á leið með að troða í sig einum fugli á meðan að félagi hins óheppna var dottandi í hinu horninu við hliðina á annarri slöngu, greinilega án þess að hafa hugmynd um að það væri kannski ekki góð hugmynd. Þetta var vel súrrealískt en svona er nú náttúran krakkar mínir...
Þessi var algjörlega ótamin...
Ég var annars æði hress í morgun og tók mig aldeilis til og skokkaði í vinnuna ásamt einum nýjum ungum verkfræðingi hérna. Honum fannst það vera nauðsynlegt framtak í því að vera nettur og sýndi mér blákaldann veruleikann með því að benda mér á appelsínuhúðina á lærunum á mér.
Sveit mér þá gott ef ekki kváði við hjá mér við héldum eftir vegum Zanzibar á átt að markinu sem lá 5 km frá upphafspunktinum. Aðeins þremur mínútum eftir að við héldum af stað var mér bjargað af bjöllunni er það byrjaði að hellirigna á okkur.
Þessi langþráða hvíld var velkomin er við skýldum viðkvæmum skrifstofukroppum okkar frá regninu undir stóru mangótréi í vegkantinum. Þetta var sem betur fer aðeins himnasending frá guði til mín og við gátum haldið áfram för okkar 5 mínútum seinna.
Ýmynd atorkunnar fór dvínandi er leið okkar lá lengra eftir götunum er það rann upp fyrir mér að vélknúin farartæki væru oft snarari í snúningum á beinu köflunum. Ég reyndi að halda gleðinni en efrek min enduðu á hálfri leið er vinnufélagi okkar tók upp lemstraðann skokkhaus í Arsenal búningi og ók honum restina að leiðinni.
Það var hrakinn skrifstofuhnakki sem blótaði 5 mánaða setu á skrifstofustól sínum er hann gerði að sárum sínum en uppskeran var fjórar blöðrur á milli baugtá og löngutá.
Svo vogaðist hann til að spurja mig hvort ég ætlaði að hlaupa með á morgun líka, ég sagði meeeeeehh...
Ok, þarsíðurstu helgi fór ég yfir til Dar es Salaam og náði mér í guide sem átti Land Rover og fór ég með honum á Safari í Mikumi sem liggur ca. 4,5 tíma fyrir utan Dar.
Þetta var all hressandi og bar ég augum hin ýmsu kvikindi sem ég hafði einungis fengið að fylgjast með á Discovery í sjónvarpinu. Þetta fannst mér heillandi og fékk mig til að langa til að sjá meira, og hef ég því ákveðið að fara til Serengeti og Ngorogoro Crater í nokkra daga eftir vinnuslit, því það ku vera aðal sjittið í þeim bransa.
Á ferðaskrifstofu hér í bæ sá ég að það væri meira að segja hægt að fara í loftbelg yfir slétturnar í um 5 metra hæð og sveima yfir hjörðum fíla, sebrahesta og ég veit ekki hvað. Það fannst mér hljóma afar spennandi og er ég að reyna að vinna í því að setja saman einhvern ferðapakka.
Ég gisti á ódýru hóteli í Mikumi en það bætti upp standardinn með því að hafa lítð dýrasafn með alls konar snákum, öpum, krókudílum og skjaldbökum. Þetta var ansi frumstætt dýragsafn og var ekki mikið um öryggiseftirlit sem gerði hlutina bara enn meira spennandi svo maður fékk að ganga um óáreittur og hefði ég þess vegna getað klofað inní gryfjuna hjá krókódílunum og tekið eina létta glímu.
Eitt var ansi magnað við þetta safn, en ég kom á þeim tíma sem snákunum var gefið að borða. Þeim er gefið þannig að litlum saklausum fuglum er sleppt inní búrin hjá þeim (búrin eru ca. 1,5*1,5*1,5m). Þeirra beið aðeins bláköld miskunarsemi náttúrunnar því þegar ég kom að þá sá ég nokkra hressa fugla vappandi um án þess að vita mikið hvað beið þeirra en svo lágu svona 5-6 stykki á víð og dreif útum búrið annað hvort steindauðir eða að berjast með síðustu lífsseiglunni við eitrið sem var búið að höggva þá með.
Ein slangan var kominn gott á leið með að troða í sig einum fugli á meðan að félagi hins óheppna var dottandi í hinu horninu við hliðina á annarri slöngu, greinilega án þess að hafa hugmynd um að það væri kannski ekki góð hugmynd. Þetta var vel súrrealískt en svona er nú náttúran krakkar mínir...

Ég var annars æði hress í morgun og tók mig aldeilis til og skokkaði í vinnuna ásamt einum nýjum ungum verkfræðingi hérna. Honum fannst það vera nauðsynlegt framtak í því að vera nettur og sýndi mér blákaldann veruleikann með því að benda mér á appelsínuhúðina á lærunum á mér.
Sveit mér þá gott ef ekki kváði við hjá mér við héldum eftir vegum Zanzibar á átt að markinu sem lá 5 km frá upphafspunktinum. Aðeins þremur mínútum eftir að við héldum af stað var mér bjargað af bjöllunni er það byrjaði að hellirigna á okkur.
Þessi langþráða hvíld var velkomin er við skýldum viðkvæmum skrifstofukroppum okkar frá regninu undir stóru mangótréi í vegkantinum. Þetta var sem betur fer aðeins himnasending frá guði til mín og við gátum haldið áfram för okkar 5 mínútum seinna.
Ýmynd atorkunnar fór dvínandi er leið okkar lá lengra eftir götunum er það rann upp fyrir mér að vélknúin farartæki væru oft snarari í snúningum á beinu köflunum. Ég reyndi að halda gleðinni en efrek min enduðu á hálfri leið er vinnufélagi okkar tók upp lemstraðann skokkhaus í Arsenal búningi og ók honum restina að leiðinni.
Það var hrakinn skrifstofuhnakki sem blótaði 5 mánaða setu á skrifstofustól sínum er hann gerði að sárum sínum en uppskeran var fjórar blöðrur á milli baugtá og löngutá.
Svo vogaðist hann til að spurja mig hvort ég ætlaði að hlaupa með á morgun líka, ég sagði meeeeeehh...
2 Comments:
lengi von á einum... ansi léstu nú bíða lengi eftir þér væni... maður hélt þú værir bara búinn að týna niður íslenskunni??? Jólakveðjur héðan frá Fróni.
By
Nafnlaus, at 9:00 f.h.
Eins og upphaf bloggsins gaf til kynna þá kom þetta algjörlega aftan að mér...
Ég lofa einu jólabloggi allavegana...
Jólakveðjur frá Afróni...
By
Yrfillinn, at 11:08 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home