Yrfillinn á Zanzibar

mánudagur, desember 05, 2005

Jólakös...

Fyrsti desember síðastliðinn var mér mjög sérstakur. Það gerðist svolítið sem ég hef aldrei upplifað áður og ég held að ég geti staðfest að þeir Íslendingar sem hafa upplifað það séu upptaldir á fingrum einnar handar.

Er ég mætti inná skrifstofuna þennan merka dag fann ég að það var eitthvað í loftinu og Stoffer hafði eitthvað lúmskt glott í andlitinu sem mér reyndist erfitt að reikna út. Ég dró andann djúpt og skimaði í kringum mig og hugsaði aðeins málið. "varstu að reka við" spurði ég hann ákveðinn í rómi.
Hann kvað svo ekki vera, en sagði mér aftur á móti með gleði í róminum að við mættum hlusta jólatónlist í dag. Við erum nefnilega með snilldar Ipod á skrifstofunni og höfum því tónlist til að lyfta okkur upp öðru hvoru. Við höfðum nefnilega sett okkur þá reglu að ekki mætti spila jólatónlist fyrr en 1 des.

Mér leið eins og að ég hafi fengið að opna lítinn jólapakka á undan öllum öðrum þegar við spiluðum fyrsta jólalagið og ég réð engann veginn við mig og bauð Stoffer upp, í "hókí,pókí".

Þeta var ansi sérstakt því hver einustu jól verður maður fyrir vonbrigum þegar búðareigendur þröngva ótímabæru jólaskapi uppá mann í þeirri von um að maður falli í gryfju kaupsæðis. Geta þeir ekki skilið að við viljum bara vera í friði og detta í gírinn í fyrsta lagi þegar jólamánuðurinn gengur í garð.

Þeir gera sér ekki grein fyrir því að maður er ekki lengur með úthald á við börn sem trúa á jólasveininn og að þeirra markaðsfræði geri það að verkum að maður er kominn með leið á öllum jóladiskunum þegar maður ætlar loksins að kveikja upp í jólasetemningunni á aðfangadagkvöld.

Á Zanzibar eru engin merki um að jólin séu í nánd, enda kannski eðlilegt þegar 95% eru múslimar, ekkert jólaskraut, engin jólatónlist og engin tilhlökkun í loftinu.

Ég er því mjög hamingjusamur maður að getað stjórnað mínu jólaskapi sjálfur og hlakka til að sitja einn og yfirgefinn á skítugu hóteli í Austur Afríku á aðfangadag, grátandi yfir einsemd minni með það að vopni að getað horfið inní heim "Annie"og sungið burt eymd mína...

Mynd af jólaskapi:

Alveg satt... (og nýrri hárgreiðslu...)

PS. Bara svo þið vitið hvað ég þarf að ganga í gegnum með þessa nettengingu hérna, þá tók það mig um 20 min að hlaða inn þessari mynd (rétt náði að halda mér vakandi...).

2 Comments:

  • Á ekkert að fara að koma með nýtt blogg??

    By Blogger Sandra, at 6:07 e.h.  

  • hæ hæ sit hérna hjá frænda þínum honum Kela að sötra pínu bjór og ekki séð þig í svona 10 ár kannski meira, langaði bara að kasta á þig kveðju. kveðja Magga gamla bekkjarsystir í mosó

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home