Trailor Trash...
Ég áttaði mig á því að ég hafi ekki nýtt “Trailor Trash” tímabilið mitt nógu vel á meðan að á því stóð. Vissulega gerði ég mitt til þess að ná þessu eftirsótta útliti með því að safna síðu hári í hnakka eða “mullettu” eins og hún er kölluð af þeim sem til þekkja. Einnig lét ég mér vaxa yfirvaraskegg sem undir það síðasta var farið að þekja efri vörina vel og var farið að gera manni erfitt um vik að bora í nebbalinginn sinn.
Að þessu leyti finnst mér ég hafa staðið við skilmálann en naga mig í handabökin yfir því að hafa ekki verið duglegri að safna að mér hinum mikilvægu aukahlutum sem eiga svo stórann þátt í þessu hlutverki. Vissulega var keypt “Who’s your Daddy” húfan og gerði hún góða hluti í því að gera það trúverðugt en heimurinn hefur að geyma svo mikið af snillingum sem eru sífellt að gefa mér innblástur og þar af leiðandi hálfgerðann bömmer yfir því að hafa ekki farið betur að þeirra ráðum.
Einn dag á Amager hitti ég ágætann mann sem í fyrsta skiptið á æfinni gaf mér löngun til þess að labba að einhverjum sem ég þekki ekki neitt og kaupa af honum fötin. Þetta var maður á þrítugsaldri og var hann búinn að ná flestum af þessum nauðsynlegu fídusum sem “trailor trash” hýsill hefur að geyma. Hann var hins vegar greinilega búinn að þróa þennan stíl í langann tíma og var kominn með fullt hús stiga fyrir aukahluti. Þessi maður var í gömlum fjólubláum ólýsanlegum íþróttabuxum og í renndum “apaskinns” íþrótta jakka af annarri sort sem var upplitaður af alls konar ólifnaði.
Ég þurfti að nema staðar til að átta mig á þessum snillingi og taka smá analiseringu á kauða en áttaði mig fljótlega á því að fas hans benti til að hann var ekki að gera þetta sér til gamans heldur var þetta fulla hús stiga bara hrein heppni. Hann var greinilega ekki kunnugur leikreglunum og klæðnaðurinn því bara einhvað sem hann hoppaði í á morgnana án þess að það væri nokkur “fílosifí” á bak við klæðnaðinn. Þetta var mögnuð upplifun...
Í dag eru tímarnir tvennir og ýmislegt búið að breytast í gegnum tíðina, en það er ekki hægt að segja að það sama gildi um allar mannverur jarðarinnar eins og dagurinn í dag átti eftir að gefa til kynna.
Í gamla daga voru menn á unga aldri ekki taldir með mönnum nema að þeir ættu greiðu við höndina, klára í slaginn ef ætti að taka sig til og fara á ball eða einhverja mikilvæga samkomu.
Í dag eru breyttir tímar og ef svo vill til að það eigi að taka til í haus, verða oftast guðs gafflarnir fyrir valinu, sem eru gríðarlega slæmar fréttir fyrir greiðu framleiðendur sem hafa eflaust séð neikvæðann halla í rekstrargrafinu undanfarinn áratug.
Því til dæmis kom einn mikill snillingur sem ég þekki með mjög skemmtilegt tilsvar þegar ein stúlkukind spurði hvort hann ætti ekki greiðu til að lána sér. Hann leit á hana ansi skrýtinn á svipinn, eins og hann væri ekki alveg viss hvort hún væri að grínast. Þegar honum varð ljóst að svo var ekki sagði hann “já, hún er í rassvasanum mínum”. Þessi setning gefur góða sýn á stöðu fyrrnefndra fyrirtækja í dag...
Af vinnufélögunum mínum eru nokkrir með yfiraraskegg eins og kannski kemur ekki á óvart þegar unnið er með fólki frá landi yfirvaraskeggjanna. Óumdeildir konungar þeirra munu hins vegar vera Rússarnir en það er auðveldara að fyrirgefa þeim vegna stöðu þeirra í heimsmálum. Danir eru hins vegar með þá hnattstaðsetningu og beinann aðgang að upplýsingaflæði að það gerir manni erfitt fyrir að skilja hvað hefur komið fyrir...
Einn af vinnufélögunum lýsti upp daginn minn í dag en hann er með vel snyrt yfirveraskegg og einn af þessum hlédrægu týpum en alveg drullu klár, á því leikur enginn vafi. Að lokinni matarpásunni tyllti ég mér í sófann til að slaka á með hönd á meltunni. Stuttu eftir að ég var sestur gekk hann fram hjá mér þögull en hjákátlegur í fasi. Ég stóðst ekki mátið og í þeirri andrá sem hann í draumkenndum hreyfingum gekk framhjá renndi ég augunum eftir nýstraujuðu niðurmjóu “Clondyke” gulrótarbuxum hans og rak þar augun í grænleita greiðu sem stakk uppúr hægri rassvasa hans. Þessi gleðisýn veitti mér prakkaralegt glott er ég leit hægt til vinstri hliðar, niður á við...
Þessi mikla upplifun gerði það, að í huganum er ég búinn að púsla saman hinum fullkomna rusl aumingja og sé því fáa úrkosti aðra en að hefjast handa við söfnun á síðum hnakka og vænlegri hormottu, flestum sem ég þekki til mikillar gleði...
Eina sem ég þarf að gera er að finna þennan mann á Amager, rífa hann úr fötunum, setja upp húfuna, setja permanent í síttið (þetta var orðið svo agalega flatt þarna í endann eitthvað), setja upp dökk sólgleraugu með gleri á hliðunum og sjálflýsandi gulri rönd efst, kaupa mér greiðu til að smella í rassvasann og síðast en ekki síst, fá mér Elephant bjór í hönd.
Fyrst þá verð ég ósigrandi í þessari sjálfsköpuðu heimsmeistarakeppni...
Það verður gaman að sjá hvernig til hefur tekist þegar aftur verður snúið til Danmerkur í febrúar...
3 Comments:
Það er einginn vafi á því að drengur er mikill smekksmaður, og þykir mér þessi hugmynd um lokk í hnakka og á efrivör með þeim betri í langan tíma, en væni það er alltaf gaman að glugga á þessa pistla þína. Hafðu það annars gott væni.
By
Nafnlaus, at 9:42 e.h.
Blessaður Noj Igob...
Já, þar er ég sammála þér kallinn, gaman að sjá að þú skilur hvert maður er að fara.
Annars hef ég tekið eftir því að þú er mikið efni, og kannski spurning fyrir þig að byrja að safna.
Já, þá gætum við aldeilis hlegið dátt næst þegar við hittumst...
By
Yrfillinn, at 6:31 f.h.
Ég alveg mana þig í þetta þú fékkst nú ekki litla athygli síðast með mottuna og allann pakkann. Hadebra Maya
By
Nafnlaus, at 9:12 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home