Yrfillinn á Zanzibar

mánudagur, nóvember 14, 2005

Skype...

Gleðifréttir, gleðifréttir...

Ég er búinn að komast að því að það er alveg hægt að talast við í gegnum Skype í vinnunni minni. Nettengngin þar virðist vera eitthvað betri og vil ég þá bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á að eiga við mig orð að senda mér meil (því ég get ekki tekið við sms'um) og nefna tímasetningu. Ég get talað virka daga eftir kl. 18:30 og eftir 13:30 á laugardögum (Znz time)...

Ég er í smá dílemma hérna þessa dagana. Ég var kallaður inná kontor til Christian (site manager) og var spurður álits á því hvort ég hefði áhuga á því að vera hérna úti í 6 mánuði í viðbjóð og þyggja óskilgreinda launahækkun í staðinn. Ég var ekki alveg tilbúinn til að svara honum þá og þegar og urðum við sammála um að ég mundi hugsa þetta í nokkra daga.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í stöðunni þar sem hjólin eru farin að snúast fyrst af alvöru núna og er ég að fara heim akkúrat þegar að allt er komið í full swing. Ég er farinn að komast betur inní hlutina hérna og er farinn að axla meiri ábyrgð en ég gerði í upphafi (fyrstu 2 vikurnar voru nú bara chill í sólbaði og að koma sér fyrir í rólegheitunum...).

Ég er kominn með mitt fyrsta verkefni sem ég á að útfæra og sjá til þess að verði gert rétt. Ég á að teikna og hanna flotpramma sem á að vera búinn til úr timbri, stáli og tómum olíutunnum (til að halda honum á floti).

Þetta finnst mér mjög spennandi þar sem að þetta er mín frumraun í að reikna hann út, panta efnið, ráðfæra mig við verkstjórana og sjá til að allt fari fram eins og ég vil. Þetta hljómar kannski kjánalega að vera að smíða eitthvað úr gömlum olíutunnum og þið eruð kannski hlæjandi að mér núna, en mér er sama, ég ætla samt að gera það...

Annars er ég þessa dagana að ná mér í advanced köfunar vottorð en það gerir mér kleift að kafa á 30 metra dýpi. Ég fór með Vincent sem er hollenskur gaur sem ég er búinn að kynnast hérna og mun þetta taka 2 sunnudaga með fimm köfunum. Á sunnudaginn næstkomandi förum við í 2 kafanir um morguninn og eina köfun um kvöldið þar sem við munum kafa í myrkri (hljómar scary...)

Verð að fara í háttinn, samviskan er farin að segja mér að fara að sofa,

Endilega hjálpaðu mér með að ákveða hvað ég á að gera í sambandi við 6 mánuði extra, "should I stay or should I go"...

Peace yall...

5 Comments:

 • Ég myndi vera...

  By Blogger Molvarinn, at 12:18 e.h.  

 • Haha... Ég fór í panic og hélt að þú værir að benda mér á stafsetningavillu hjá mér og að ég hafði ruglað saman mundi og myndi...
  Þú mundir semsagt vera áfram litla mörgæs. Ég væri meira en til í það en hef samt ákveðið að drífa mig heim og klára námið...

  By Blogger Yrfillinn, at 11:43 f.h.  

 • Sæll vertu vinur minn, það er aldeilis verklegt verkefni sem þú færð, hönnun á pramma úr gömlum olíu tunnum, hressandi, en það er verkefni eins og allt annað haa. Ég styð annars þessa ákvörðun þína að fara að hunskast heim, og fara að sinna okkur hér í kbh, hvað er annars skype loggið þitt?

  By Anonymous Nafnlaus, at 1:08 e.h.  

 • Gaman að sjá að maður á sterka stuðningsmenn í köben.
  Helduru ekki að prammakvikindið sé að slá í gegn þessa dagana, við erum að leggja hönd á eintak númer 4...
  Afríkumenn dansa þegar þeir sjá hann, þeim finnst hann liggja vel...
  Á skypinu heiti ég orrithor, láttu mig vita hvenær maður getur hitt á þig...

  By Blogger Yrfillinn, at 1:44 e.h.  

 • hvað er skype nafnið þitt aftur

  By Anonymous Nafnlaus, at 1:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home