Ramadan...
Glæsilegt, glæsilegt, gott að vera kominn aftur.
Ég var í smá veseni með að komast inná bloggið til að geta publishað, og var orðinn hræddur um að ég þyrfti að stofna nýjann Blogg-reikning.
Jæja, þó að ég hafi ekki getað publishað undanfarið hef ég ekki slegið slöku við í skrifum mínum og mun ég næstu daga gefa út það sem ég hef skrifað. Verði ykkur að góðu...
Mikil eru tíðindin frá Zanzibar þessa dagana vegna kosninga sem eru í nánd. Kosið verður til forseta á Zanzibar og í Tanzaníu en það er kosið til forseta hérna og í Tanzaníu á sama tíma. Að hafa eigin forseta veitir Zanzibörum örlítið meira sjálfstæði en að tilheyra forseta Tanzaníu.
Fólk frá Zanzibar er frægt fyrir að taka kosningarnar alvarlega og verður oft uppi fótur og fit á eyjunni rétt undir og eftir kosningarnar. Verður oft ástandið svo slæmt að það verða óeirðir á götunum og því ekki skynsamlegt að vera á götum Stone Town. Um síðustu kosningar létu margir lífið í óeirðum og menn greinilega tilbúnir til þess að deyja fyrir málstaðinn...
Nýjustu fréttir herma að forsetisráðherra Tanzaníu hafi látist og hefur því verið ákveðið að fresta kosningunum í Tanzaníu fram til 18 Desember. Sem betur fer verður verður kosningunum ekki frestað hérna og kosið verður á sunnudaginn eins og stóð til. Mikill undirbúningur og aukið öryggi hefur raskað lifnaðarháttum manna undanfarna daga og viljum við því gjarnan ljúka kosningunum af ásamt Ramdan svo við geti tekið ”venjulegt” líf á ný.
Undanfarna daga hefur verið hert öryggi mikið niður á höfninni og er mikið um einkennisklædda og vopnaða hermenn sem vakta innganginn inná höfnina ef eitthvað færi úrskeiðis.
Hermennirnir eru búnir voldugum byssum sem minna á þær sem maður hefur séð í bíómyndum frá annarri heimsstyrjöldinni. Segja sumir ástæðuna fyrir að ekki sé enn búið að hleypa af skoti vera vegna þess að þeir eru hræddir við að byssan springi í andlitið á þeim vegna ryðs í hlaupinu...
Ramadan er búinn að valda miklum niðurskurði á opnunartímum á matvöruverslunum og er opnunartíminn einungis frá 15:00 til 15:30 og frá 21:00 til 21:30. Erfitt hefur verið að venjast því að geta ekki skroppið í verslun til að kaupa sér það sem hugann girnist en þessu verður maður víst að kyngja þegar 95% landsmanna sveltir sig allan daginn og hámar í sig þegar sólin er farin niður. Svo er það þannig að fólk vill ekki einu sinni sjá fólk borða eða drekka á götunni því það er talinn dónaskapur og geri þeim þar að auki erfitt fyrir að fullnægja guði sínum...
Mikið hefur verið um öryggisráðstafanir fyrir okkur sem erum að vinna hérna á höfninni og höfum við verið í sambandi við Danska sendiráðið í Dar es Salaam þar sem þeir hafa gefið út lista til að fara eftir ef ástandið á götum Zanzibar verður slæmt. Þar stendur hvernig bregðast eigi við mismunandi útköllum og gefnir út tveir staðir sem allir eiga að hittast á ef allt fer í bál og brand. Verður spennandi að sjá hvernig fer...
Var að rifja upp eitt ansi skemmtilegt atriði sem átti sér stað í ”Survey Department” gámnum stuttu eftir að Mr. Johnson eða ”Fissekarl” eins og hann kemst ekki hjá því að heita þessa dagana, var byrjaður að vinna hjá okkur.
Hann hafði verið að vinna hjá okkur í ca. þrjá daga og stóð við hliðina á Stoffer og var að gjægjast eitthvað á tölvuskjáinn hjá honum. Stoffer var að útskýra eitthvað og svo þegar hann var búinn þá horfði hann svolítið skarpt á hann og benti honum svo vingjarnlega á að hann hafi gleymt að raka hluta af skegginu á efri vörinni þegar hann rakaði sig í morgun. Stoffer horfði á hann eins og hann hafði lent í þessu sjálfur einhvern tímann og beið átekta eftir þakklæti fyrir ábendinguna.
Mr. Johnson var eitthvað seinn til svara og þögnin var ekki rofin fyrr en ég útskýrði fyrir Stoffer að hann hefði í rauninni ekkert gleymt því, því hann væri eiginlega að safna smá yfirvaraskeggi. Stoffer sem er skeggmikill mjög og gerir ekki mikið útúr því að raka sig, gat engann veginn skilið að hann væri með svona litla lufsu og orðinn þetta 36 ára gamall.
Mr. Johnson tók því með sínu einstaka brosi og innsogshlátri er við Stoffer horfðum hvorn á annan, hlógum hátt og klóruðum okkur ósjálfrátt í punginum.
Seinna leysti hann frá skjóðunni þegar ég fór að pumpa hann um það hversu lengi hann hafi verið að safna ”ekki neinu”. Hann sagðist skilja lítið í þessu öllu saman því hann langaði svo gjarnan að hafa yfirvaraskegg en ekkert gengi með vöxtinn. Hann sagðist vera búinn að bíða þolinmóður í 2 ár og afraksturinn ekki eins og til væri ætlast. Við hlógum hátt, aftur...
Eftir þetta lét Mr. Johnson lufsuna fjúka og ákvað að reyna að nýju, ári seinna eða svo, skynsamlegt það Mr. Johnson...
Ég var í smá veseni með að komast inná bloggið til að geta publishað, og var orðinn hræddur um að ég þyrfti að stofna nýjann Blogg-reikning.
Jæja, þó að ég hafi ekki getað publishað undanfarið hef ég ekki slegið slöku við í skrifum mínum og mun ég næstu daga gefa út það sem ég hef skrifað. Verði ykkur að góðu...
Mikil eru tíðindin frá Zanzibar þessa dagana vegna kosninga sem eru í nánd. Kosið verður til forseta á Zanzibar og í Tanzaníu en það er kosið til forseta hérna og í Tanzaníu á sama tíma. Að hafa eigin forseta veitir Zanzibörum örlítið meira sjálfstæði en að tilheyra forseta Tanzaníu.
Fólk frá Zanzibar er frægt fyrir að taka kosningarnar alvarlega og verður oft uppi fótur og fit á eyjunni rétt undir og eftir kosningarnar. Verður oft ástandið svo slæmt að það verða óeirðir á götunum og því ekki skynsamlegt að vera á götum Stone Town. Um síðustu kosningar létu margir lífið í óeirðum og menn greinilega tilbúnir til þess að deyja fyrir málstaðinn...
Nýjustu fréttir herma að forsetisráðherra Tanzaníu hafi látist og hefur því verið ákveðið að fresta kosningunum í Tanzaníu fram til 18 Desember. Sem betur fer verður verður kosningunum ekki frestað hérna og kosið verður á sunnudaginn eins og stóð til. Mikill undirbúningur og aukið öryggi hefur raskað lifnaðarháttum manna undanfarna daga og viljum við því gjarnan ljúka kosningunum af ásamt Ramdan svo við geti tekið ”venjulegt” líf á ný.
Undanfarna daga hefur verið hert öryggi mikið niður á höfninni og er mikið um einkennisklædda og vopnaða hermenn sem vakta innganginn inná höfnina ef eitthvað færi úrskeiðis.
Hermennirnir eru búnir voldugum byssum sem minna á þær sem maður hefur séð í bíómyndum frá annarri heimsstyrjöldinni. Segja sumir ástæðuna fyrir að ekki sé enn búið að hleypa af skoti vera vegna þess að þeir eru hræddir við að byssan springi í andlitið á þeim vegna ryðs í hlaupinu...
Ramadan er búinn að valda miklum niðurskurði á opnunartímum á matvöruverslunum og er opnunartíminn einungis frá 15:00 til 15:30 og frá 21:00 til 21:30. Erfitt hefur verið að venjast því að geta ekki skroppið í verslun til að kaupa sér það sem hugann girnist en þessu verður maður víst að kyngja þegar 95% landsmanna sveltir sig allan daginn og hámar í sig þegar sólin er farin niður. Svo er það þannig að fólk vill ekki einu sinni sjá fólk borða eða drekka á götunni því það er talinn dónaskapur og geri þeim þar að auki erfitt fyrir að fullnægja guði sínum...
Mikið hefur verið um öryggisráðstafanir fyrir okkur sem erum að vinna hérna á höfninni og höfum við verið í sambandi við Danska sendiráðið í Dar es Salaam þar sem þeir hafa gefið út lista til að fara eftir ef ástandið á götum Zanzibar verður slæmt. Þar stendur hvernig bregðast eigi við mismunandi útköllum og gefnir út tveir staðir sem allir eiga að hittast á ef allt fer í bál og brand. Verður spennandi að sjá hvernig fer...
Var að rifja upp eitt ansi skemmtilegt atriði sem átti sér stað í ”Survey Department” gámnum stuttu eftir að Mr. Johnson eða ”Fissekarl” eins og hann kemst ekki hjá því að heita þessa dagana, var byrjaður að vinna hjá okkur.
Hann hafði verið að vinna hjá okkur í ca. þrjá daga og stóð við hliðina á Stoffer og var að gjægjast eitthvað á tölvuskjáinn hjá honum. Stoffer var að útskýra eitthvað og svo þegar hann var búinn þá horfði hann svolítið skarpt á hann og benti honum svo vingjarnlega á að hann hafi gleymt að raka hluta af skegginu á efri vörinni þegar hann rakaði sig í morgun. Stoffer horfði á hann eins og hann hafði lent í þessu sjálfur einhvern tímann og beið átekta eftir þakklæti fyrir ábendinguna.
Mr. Johnson var eitthvað seinn til svara og þögnin var ekki rofin fyrr en ég útskýrði fyrir Stoffer að hann hefði í rauninni ekkert gleymt því, því hann væri eiginlega að safna smá yfirvaraskeggi. Stoffer sem er skeggmikill mjög og gerir ekki mikið útúr því að raka sig, gat engann veginn skilið að hann væri með svona litla lufsu og orðinn þetta 36 ára gamall.
Mr. Johnson tók því með sínu einstaka brosi og innsogshlátri er við Stoffer horfðum hvorn á annan, hlógum hátt og klóruðum okkur ósjálfrátt í punginum.
Seinna leysti hann frá skjóðunni þegar ég fór að pumpa hann um það hversu lengi hann hafi verið að safna ”ekki neinu”. Hann sagðist skilja lítið í þessu öllu saman því hann langaði svo gjarnan að hafa yfirvaraskegg en ekkert gengi með vöxtinn. Hann sagðist vera búinn að bíða þolinmóður í 2 ár og afraksturinn ekki eins og til væri ætlast. Við hlógum hátt, aftur...
Eftir þetta lét Mr. Johnson lufsuna fjúka og ákvað að reyna að nýju, ári seinna eða svo, skynsamlegt það Mr. Johnson...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home