Lítil rolla...

Ég fór að velta því fyrir mér hvað mæðurnar gerðu við dætur sínar þegar ætti að fara í veislur og svoleiðis þegar þær notuðu sparikjólinn dætra sinna sem hversdags föt. Einn góðann veðurdag fékk ég að sjá hvernig þær fóru að.
Þegar ramadan lauk hérna á Zanzibar klæddu heimamenn sig í sitt fínasta spúss og héldu veisluhöld í fjóra daga. Það var alveg magnað að keyra eftir götunum og skoða fólkið því allir voru klæddir í mjög litrík föt með blöndun af litum sem ég hafði aldrei séð áður.
Þarna gengu mömmurnar í sínu fínasta dressi meðfram moldarstígunum með uppstrílaðann barnaskarann á eftir sér. Nú voru hversdags prinsessukjólarnir fallnir í skugga sparifatanna sem prýddu göturnar hvert sem maður leit. Nú voru mæðurnar búnar að toppa þetta með að klæða þær í splunkunýja og nýstraujaða prinsessukjóla sem voru svo hreinir að þeir virtust sjálflýsandi. Einnig voru þær búnar að setja í þær mismunandi hárgreiðslur sem voru skreyttar með litríkum hárteygjum og blómum. Svo var það áhugavert að það voru engir tveir kjólar eins.
Alveg frábært að sjá hvað þeir nota litina mikið og það fer þeim einhvern veginn betur að klæðast litum en hvíta manninum. Við erum að tala um að litirnir tóni betur við blökkumanninn...
Þetta er samt algjört “had to be there” en ég vona að þessi mynd gefi smá hugmynd um það sem ég er að tala um...
4 Comments:
Sæll frændi, búinn að sakna skrifanna, haltu endilega áfram að senda okkur fréttir, og fleiri myndir væru sko vel þegnar. Kærar kveðjur frá Akureyri.
By
Nafnlaus, at 9:52 f.h.
Góda skemmtun í Dar es salaam!!
Vertu duglegur ad taka myndir..
Alexander bidur ad heilsa...
By
Sandra, at 4:03 e.h.
Takk fyrir það, þú ert hérmeð kosinn helsti stuðningsmaður Yrfilsins.
Bið að heilsa til Akureyrar...
By
Yrfillinn, at 5:45 e.h.
Ekkert annað...
Ég mun setja upp ljósmyndagleraugun og er búinn að læra að segja "Fyrirgefðu, má ég taka ljósmynd" á Swahili:
Samahani, naomba kupiga picha...
Svo lærði ég líka karate, svona "just in case"...
Peace out to Lúffuhaus...
By
Yrfillinn, at 5:51 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home