Yrfillinn á Zanzibar

mánudagur, nóvember 07, 2005

Litli hjálparinn...

Maður er laginn með fólk.

Eftir þessa miklu uppljóstrun Mr. Johnsons, gat ég engann veginn látið staðar numið og látið hann vafra einn í óvissu um hans ósanngjörnu tilvist á þessari jörð. Ég ákvað því að gefa honum markmið í lífinu og eitthvað sem hann gæti trúað á.

Ég fór í tölvuna mína og fann fram eina ágætis mynd af mér frá þeim árum þegar ég var í eiturlyfjunum. Ég prentaði hana út og hengdi fyrir framan skrifborðið hans og sagði honum að ef hann trúði á það, þá mundi það
gerast fyrir hann. Hann var mér afar þakklátur og ég er ekki frá því að það sé farið að spretta aðeins örar núna...
Ein bæjarför með Mr. Mumm (Verkfræðingur) var alveg á mörkunum að fara illa um daginn þegar við vorum að keyra eftir vegum Afríku. Það var ansi mikil umferð eins og oftast er um miðjann daginn og hjólreiðamenn á báðum hliðum sem þrengja veginn yfir í eina og hálfa bílbreidd vegna engra gangstétta.

Allt í einu urðum við varir við sjúkrabíl sem kom askvaðandi á móti okkur og sýndi engin merki um að hægja á sér þrátt fyrir bíla útum allt og engar aðstæður fyrir slíkann akstur. Mr. Mumm rétt náði að sveigja til vinstri í þeirri andrá sem hann keyrði framhjá okkur. Þetta var alveg í það tæpasta og mín viðbrögð voru að halla mér yfir til Mr. Mumm því ég hélt hann myndi keyra inní bílinn. Þegar hann keyði framhjá sleikti hann aftasta hlutann af bílnum og var við það að taka stuðarann af. Þetta var alveg í ruglinu og var ég steinhissa á svona akstri þar sem hann var mjög heppinn að dúndra ekki á afturendann á bílnum...

Maður á erfitt með að bíta í það súra epli að maður er ekki meira virði en moskító fluga hérna þar sem að það er af nógu að taka...

Annars er það að frétta af mér þessa dagana að ég er orðinn ansi þreyttur á því að vera að vinna svona mikið, og er farið að langa til að taka mér nokkurra daga frí. Ég er búinn að tala við stjórann og hann er búinn að gefa mér grænt ljós á að taka nokkra daga í frí og fara á safari í Tanzaníu. Ég er því þessa dagana að velta fyrir mér möguleikunum og þarf að ákveða tímasetninguna...

Meira var það ekki í bili, veriði sæl...

5 Comments:

  • Blessaður Gúffi minn.
    Glæsilegt hjá þér að láta vaða í villiapaveiðar til Tansaníu. Þetta verður án efa mikil upplifun. Passaðu bara að aðrir veiðimenn í kringum þig taki ekki feil á þér og villiapa jájájá. Annars væri nú Hilli góður þarna, með stríðsmálningu í fézinu og spjót hlaupandi í frumskóginum gargandi húlabúla=hjálp hjálp Yrfill er að elta mig......

    Góða skemmtun. Heyrðu eitt...
    Þessar myndir sem blasa við manni á síðunni... Neðri myndin... Ert þú þessi á myndinni eða þessi sem er skælbrosandi?? Nei ég bara spyr!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:27 f.h.  

  • Hilli tilli, já hann tæki sig vel út nakinn hérna...
    Því miður er ég að missa allan lit af því að sitja hérna á kontornum allan daginn, sem náttúrulega gengur ekki...
    Þú ert blökkumaðurinn á myndinni...

    By Blogger Yrfillinn, at 2:49 e.h.  

  • góð mynd af þér kall, styð það heilshugar að þú takir upp á því að safna virðulegu yfirvaraskeggi og góðu mullet að nýju

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:17 e.h.  

  • Takktakk...
    Maður veit aldrei, kannski maður komi bara heim með dredda í hnakkanum...

    By Blogger Yrfillinn, at 6:17 f.h.  

  • tekur bara bob marley á þetta

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home