Yrfillinn á Zanzibar

þriðjudagur, október 18, 2005

Judas í Afríku...

Ég var búinn að minnast á að við fórum í mótorhjólaferð helgina sem við gistum á hótelinu á austurströndinni. Það var alls ekki planað en það æxlaðist þannig að það var ein stúlka sem spurði mig hvort ég gæti ekki keyrt svona mótorhjól, og sagðist nefnilega vera lúmsk "bæker drusla" og fyndist heví stuð að fá að sitja aftaná og bruna útí óvissuna.
Mér svelgdist á tyggjóinu og ég sagði "haa.. jújú..." því það ku vera ansi langt síðan ég hef gripið í fák slíkann. Ég reyndi að breyta um umræðuefni en það dugði ekki til svo það endaði þannig að við fórum að skoða og athuga prísa.

Eftir smá prump um prís eins og gengur og gerist var komist að niðurstöðu og mér boðinn reynsluakstur með gaurinn aftaná til að tryggja að allt væri í góðu standi áður en ég fengi það í hendurnar. Ferðin byrjaði vel og ég drap bara einu sinni á því en var fljótur að kenna kúplingunni um "ekki vanur þessari". Ferðinni lauk án stórslysa og gaurinn náði að tolla aftaná alla leiðina. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið stressaður yfir því að fara með hana í ferð um mjóa og misgóða vegi með börnum, geitum, hænum og beljum á veginum, jæja...
Þar sem það var áliðið ákváðum við að taka túrinn daginn eftir og ég hélt áhyggjunum fyrir sjálfann mig og fékk mér bjór til að dreyfa huganum...

Daginn eftir fór ég að ná í hjólið á meðan að hún var að læra að kafa í sundlauginni á hótelinu og vannst því smá tími til að stilla jafnvægið og æfa "rock on" svipinn. Kellinn var ekki lengi að ná tökum á þessum Honda 250cc "krossara" og kom siglandi á afturdekkinu 15 min síðar og lagði beint fyrir utan hótelið með "rock on" grettu í andlitinu.

Við keyrðum þar sem leið lá inní þorp sem var um 15km frá hótelinu og sáum að þar bjó fólk svo sannalega ekki við sömu húsakynni og við á hótelinu rétt hjá. Meðfram aðalveginum var mikill fjöldi af leirhlöðnum húsum með mjög hreinlega sópaða leirstíga í kringum húsin, og mikið af börnum að leik fyrir utan.

Ég ákvað að taka af skarið og keyra inn einn mjóann leirstíginn til að komast aðeins inní þorpið til að geta skoðað aðeins betur húsakynni þeirra. Ég var ekki alveg viss um viðbrögð heimamanna við því að maður kæmi vaðandi inn á mótorhjóli inní þorpið svo ég gerði mig viðbúinn öllu og setti sem snöggvast upp "rock on" svipinn.

Það rusl var ekki lengi að detta af mér því er við fikruðum okkur rólega inn í þorpið byrjaði að safnast að okkur gríðarlegur fjöldi barna sem öskruðu "djambo, money...", og þá meina ég öskra. Ég fikraði mig aðeins lengra inn í þeirri von um að hrista ungviðið af mér, en við virkuðum eins og segull á öll leirhúsin og soguðum allt ungviðið úr húsum sínum og öll öskruðu þau hástöfum.

Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera í þessari stöðu svo við einhvernveginn hrökkluðumst út aftur og þurftum hreinlega að gefa vel í til þess að hrista af þrautseigustu villiapana sem sóttu að okkur.

Eftir að vera búin að jafna okkur á þessu öllu saman vorum við alveg miður okkar yfir fátæktinni sem við urðum vitni að, og ákváðum að við yrðum að koma aftur með eitthvað handa þorpsbúum. Við stoppuðum við grænmetis markað í vegakantinum og kipptum með ýmsu góðgæti. Ég fór með 1000Tsh (6Dkr) og gerði vægast sagt reifarakaup, því þegar ég lét manninn fá seðilinn ljómaði hann allur eins og hann hefði aldrei séð annað eins og byrjaði að dæla í pokana. Við enduðum með um 50 tómata og 30 banana, og mun það vera besti díll sem ég hef gert fyrr og síðar...

Þegar við keyrðum inní þorpið þá leið okkur eins og Jésú þegar hann labbaði á vatninu og er við drápum á hjólinu "leyfðum við börnunum að koma til okkar". Þetta var mögnuð tilfinning en samt svo fölsk eitthvað, því þetta var svo svívirðilega lítill peningur og maður fékk virkilega á tilfinninguna að maður gæti nú gert eitthvað meira en þetta með alla þá peninga sem maður hefur í höndunum.

Þessi lífreynsla setti ýmislegt í vinnslu og er að vænta niðurstaðna áður en haldið verður aftur til Danmerkur, það verður spennandi að sjá hvað gerist...

10 Comments:

 • "Bæker drusla" það er bara ekkert verið að skafa af því hehe..

  Líst vel á þá hugmynd hjá þér að gera eitthvað í málunum, maður er ennþá að hugsa um þessa krakka..Þetta var alveg rosaleg lífsreynsla!!

  By Blogger Sandra, at 7:51 e.h.  

 • Þetta voru þín orð væna...

  By Blogger Yrfillinn, at 4:19 f.h.  

 • þetta er alveg rosalegt... maður verður fyrir menningarsjokki að sjá svona!

  By Blogger Nína, at 11:28 f.h.  

 • Já þetta er ekki alveg hversdagleikinn fyrir okkur eins og þetta er fyrir þeim...

  By Blogger Yrfillinn, at 2:43 e.h.  

 • hola! ætlaði að hitta söndruna og alexander í dag en hún er greyið ennþá lasin vonandi verður hún betri á morgun. Ekkert smá gaman að sjá myndirnar sem hún er búin að setja á sína blogsíðu..
  Þetta hefur greinilega verið gaman hjá ykkur!! Ertu eitthvað búinn að hlusta á diskinn sem við sendum þér?? Hafðu það gott gamli, kveðja Maya og Hrafnkell

  By Anonymous Nafnlaus, at 11:39 e.h.  

 • HVAÐA SLÓÐ SKYLDI NÚ VERA Á BLOGGSÍÐU SÖNDRU SVO MAÐUR GETI SKOÐAÐ ÞESSAR MYNDIR AF YRFLINUM OG CO. ?!!

  By Anonymous Nafnlaus, at 11:00 e.h.  

 • Kæra/i Anonymous.
  Umrædd síða ku vera heimasíða Alexanders sonar Söndru: barnaland.is/barn/15892.
  Bið að heilsa vinum og vandamönnum...

  By Blogger Yrfillinn, at 5:49 e.h.  

 • Bara að leiðrétta smá misskilning..þú getur skoðað myndirnar hérna http://public.fotki.com/sandramariaa/

  By Blogger Sandra, at 4:52 e.h.  

 • Vá hvað þetta er ótrúlega gaman að lesa þetta blogg kallinn minn.
  og hvílíkt ævintýri að upplifa þetta þarna fyrir ykkur.
  Mér fynnst ég nú samt upplifa þetta smá igegnum bloggið þitt og maður gæti nú kannski stoppað einu sinni á dag og íhugað hvað við höfum það gott hérna meginn i okkar heimi, þó að það séu ca -4 gráður þegar maður vaknar :-) og allt hitt auðvitað!!!

  kveðja
  Darri og co

  By Anonymous Nafnlaus, at 10:12 e.h.  

 • Takk Spörri minn.
  Já eru komnar -4 gráður, usss hvað mér á eftir að verða kalt þegar ég kem heim...

  By Blogger Yrfillinn, at 10:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home