Yrfillinn á Zanzibar

laugardagur, október 01, 2005

Veraldarvanur...

Loksins, loksins...

Í dag er fyrsti dagurinn i um það bil 5 vikur sem strákarnir eru lausir við það að (m)æla hafið bláa hafið. Við teljum okkur hafa mælt þetta út eftir okkar bestu getu og munum við hérmeð segja starfinu lausu. Ef það verður nokkurn tíman í umræðunni að skoða þetta eitthvað betur, þá munum við segja takk, en nei takk. Alveg erum við komnir með viðbjóðinn uppí háls og hlökkum til að ná heilastarfseminni aftur upp í full swing (hvað sem það nú er aftur...)

Því hlakka ég til að eiga seinnipart laugardags og allan sunnudaginn til þess að gera það sem hugann girnist (kynlíf...). Jú, ég á von á litlu saklausu fórnarlambi sem ætlar að taka að sér kynsveltann villiapa úr svörtustu Afríku, Zanzibar... Þetta litla grey en nefnilega væntanlegt til Zanzibar á morgun kl 11:15 og mun vera "stand by" næstu 2 vikurnar.
Strákurinn er með ýmislegt uppí erminni og mun sjá til þess að okkur mun ekki leiðast, og þar sem þetta er mikið á huldu mun ég segja betur frá því sem tekið verður sér fyrir hendur í næstu þáttum af Yrflinum. Eins og hörðustu aðdáendur Yrfilsins eflaust vita, þá hefur oftar en ekki farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér að spá fyrir því sem ég ætla mér að gera á frídögum mínum, og mun ég því segja í sönnum hressleika að það verður gert "ekkert"...

Neytendahornið Yrfill:

Það er margt mjög ódýrt hér á Zanzibar og blöskrar manni oft hvað hlutirnir kosta miðað við það sem maður er vanur að borga á Íslandi. En það er smá "twist" í því að fara að versla hérna, og verður maður að sjóa sjálfann sig til og hlusta eftir raunverulegum prís á hlutunum. Hérna er nefnilega nokkuð sem kallast "mzungu price" en það þýðir "verð hvíta mannsins" og er það ekkert launungarmál að hvíti maðurinn er að borga þrefalt og uppúr, meira en heimamenn fyrir sömu vöruna. Þeir eru búnir að átta sig á því hvíti maðurinn er vanur háu verðlagi og er því ónæmur fyrir því ef verðið er skrúfað upp þegar hann ætlar að versla. Það mundi því hjálpa manni mikið ef maður hefði einhverja hugmynd um hvað hlutirnir kosta, en hér eru engir verðmiðar eins og maður er vanur.

Ég get stoltur sagt frá því að ég brá mér í gær í strætó frá vinnu og heim, fyrstur hvítra manna á vinnusvæðinu. Mér fannst það alltaf vera heillandi að fá að taka þátt í sardínureyð um bæinn en eins og kannski sumir vita að þá er ekki farið eftir settum reglum um farþegafjölda á götum Afríku. Menn hanga útum hurðar og aftan á bifreiðum og maður hefur það oft á tilfinningunni að þeir kjósi frekar að hanga utaná bifreiðunum en að sitja inní þeim. Þessi sardínuför tók skemri tíma en ég gerði ráð fyrir og kostaði aðeins 300 Tsh (1000 Tsh = 6 Dkr) samanber ferð í taxa sem er okrað á manni fyrir 5000 Tsh, góður díll þar...
Alveg afbragð, og mun ég nota þetta meira í framtíðinni því mér er afar illa við að vera tekinn í þurrt sveiið, þó að maður verði stundum að sætta sig við það...

Ég er einnig búinn að komast að því að setningin "how mutch" skilst á swahili sem "ég er hálfviti, viltu ekki taka peningana mína" og reyni ég eftir fremsta megni að komast hjá því að nota hana. Þetta sannaði ég einn góðann veðurdag á markaðnum niðrí Stone Town, en þar er hægt að fá allt á milli himins og jarðar. Ég fór til að kaupa eitthvað snakk handa mér og Stoffer og lagði af stað með 500 Tsh í klinki og ákvað að sjá hvað ég gæti fengið fyrir það. Ég beitti þeirri taktík að segja það sem mig langaði í og rétti bara þögull fram hendina með klinkinu í, og lét þá taka peningana úr hendinni á mér. Þetta virkaði svona líka afbragðs vel og ég kom fegins hendi með tvo popp poka, tvær safaríkar appelsínur (afhýðaðar) og einn klassa af vínberjum... fyrir um 30 krónur íslenskar... Kellinn alveg kominn meðidda...

Frekari þróun mín í að afnema "mzungu price" í Afríku verður fylgt hart eftir og munu lesendur fá nýjustu brellur sér að kostnaðarlausu í næstu þáttum...

1 Comments:

  • Já það var lagið ekkert láta þetta lið höstla af sér pening. Hlakka til að lesa um ævintýri ykkar Söndru ef þið náið þá að koma einhverju í verk eftir langt ***svelti. Knúsaðu Söndruna frá okkur og sjáðu til að skvísan taki heilan helling af myndum. Þá getur hún sýnt okkur þegar hún kemur aftur til DK.... tja ekki hefur þú nú verið að hafa fyrir því að opinbera myndirnar þínar hehe.. Hrafnkell biður að heilsa knús Mayan

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home