Peahnuts...
Ég er búinn að koma inná trúarbrögð áður hér í þættinum og neyðist ég til að gera það aftur einfaldlega vegna þess að þau eru svo stór þáttur í tilverunni hér á Zanzibar.
Þegar ég kom til Zanzibar fyrst, var ég alveg ein augu og var að missa mig yfir umhverfinu og sífellt að reyna að átta mig á því hvernig samfélagið virkaði.
Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi verið svolítið eins og óþolinmótt aftursætisbarn sem var sífellt að spyrja "are we there yet"... og fannst ég ekki mæta miklum skilningi frá þeim sem voru með mér í bílnum, en þeim var greinilega orðið slétt sama um umhverfið sitt og voru ekki að höndla allar þær spurningar sem ég var að vonast til að hinir gríðar lífsreyndu menn gætu svarað. Svona er nú maðurinn mismunandi... Sem betur fer...
Heima, í landi trúleysingjanna á Íslandi, er stöðugt verið að kvarta yfir því að þurfa að borga af launum sínum til kirkjunnar og eru margir búnir að hætta þeim óskunda, og telja að aurum sínum betur varið í annan ósambærilegan ólifnað.
Ástæður þessa eru umdeildar og hefur hver sína skoðun á því máli, en eins og einn ágætur maður orðaði það þá ku vandamálið í flestum tilvikum liggja í orðum "the ritch declare themselves poor, but most of them are not sure" (getspakir meiga skjóta hver maðurinn er...).
Hér á Zanzibar mega menn gjalda með sál og líkama og mundu eflaust prísa sig sæla með að þurfa að greiða aðra eins smáaura, þó að þeir sjái þetta að sjálfsögðu ekki sem kvöð eins og trúleysinginn, heldur undirstöðu alls lífs.
Strax fyrstu nóttina mátti ég finna fyrir breyttum áherslum og fann að sá munaður að þurfa ekki að borga í kirkjuna var dreginn frá manni á annan máta.
Klukkan 4:00 um nóttina kvað við jarmandi söngur í fjarska. Hljóðið kom greinilega úr lélegum hátalara og stefnan var svo sannarlega beint inn um óþéttann gluggann minn.
Þar kvað við "Achhhammmmalllliiiaaaa, achandele, achandele..." sem ég seinna var upplýstur um að þýðir "allir þegnar, komið og biðjið..." eða eitthvað á þá leið. Þessi hressandi vísa stóð yfir í um 5 mínútur og svo féll allt í ljúfa löð.
Þessa fyrstu nótt hugsaði ég "what the fuck", og þótti þetta jafn áhugavert og óskiljanlegt, en þegar nætum fjölgaði kom ég mér upp rútínu sem stóð af orðunum "hálfvitar" og kodda yfir haus...
Þessi söngur kveður svo við í allt 4 sinnum á dag þar sem fólk er minnt á að fara með bænir sínar. Fullt starf það...
Í okkar nýja húsi sem við erum fluttir í er staðsetningin sem betur fer betri og heyrist einungis ómur sem einfalt er að sofa af sér...
Þessu aðferð að troða þessum viðbjóði svona framan í mann á meðan að maður sefur þykir mér svívirðileg og sýna mikið umburðalyndi og það að fólk lærir að aðlagast hinum ýmsu venjum.
Þó er ástæðuna örugglega einnig að finna í því að Swahili time er ekki sá sami og European time. Klukkan hjá þeim er nefnilega 6 tíma afturábak miðað við okkar tíma og er því 22:00 að kvöldi til, klukkan 4:00 um nóttina...
Lesendur Yrfills geta látið sig hlakka til næsta þáttar þar sem tekið verður á "Tanga" ættbálknum, en rannsóknarmaðurinn Yrfill er búinn að vinna rannsóknarvinnu í sambandi við hann.
Barnafólk er því beðið um að uppfæra tölvur sínar gegn óviðeigandi klámyrðasíðum sem þessari.
Ekki vegna þess að þau eigi eftir að líða fyrir lesturinn, heldur vegna þess að þá er fyrirséð í hvað fermingapeningarnir fara...
Þegar ég kom til Zanzibar fyrst, var ég alveg ein augu og var að missa mig yfir umhverfinu og sífellt að reyna að átta mig á því hvernig samfélagið virkaði.
Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi verið svolítið eins og óþolinmótt aftursætisbarn sem var sífellt að spyrja "are we there yet"... og fannst ég ekki mæta miklum skilningi frá þeim sem voru með mér í bílnum, en þeim var greinilega orðið slétt sama um umhverfið sitt og voru ekki að höndla allar þær spurningar sem ég var að vonast til að hinir gríðar lífsreyndu menn gætu svarað. Svona er nú maðurinn mismunandi... Sem betur fer...
Heima, í landi trúleysingjanna á Íslandi, er stöðugt verið að kvarta yfir því að þurfa að borga af launum sínum til kirkjunnar og eru margir búnir að hætta þeim óskunda, og telja að aurum sínum betur varið í annan ósambærilegan ólifnað.
Ástæður þessa eru umdeildar og hefur hver sína skoðun á því máli, en eins og einn ágætur maður orðaði það þá ku vandamálið í flestum tilvikum liggja í orðum "the ritch declare themselves poor, but most of them are not sure" (getspakir meiga skjóta hver maðurinn er...).
Hér á Zanzibar mega menn gjalda með sál og líkama og mundu eflaust prísa sig sæla með að þurfa að greiða aðra eins smáaura, þó að þeir sjái þetta að sjálfsögðu ekki sem kvöð eins og trúleysinginn, heldur undirstöðu alls lífs.
Strax fyrstu nóttina mátti ég finna fyrir breyttum áherslum og fann að sá munaður að þurfa ekki að borga í kirkjuna var dreginn frá manni á annan máta.
Klukkan 4:00 um nóttina kvað við jarmandi söngur í fjarska. Hljóðið kom greinilega úr lélegum hátalara og stefnan var svo sannarlega beint inn um óþéttann gluggann minn.
Þar kvað við "Achhhammmmalllliiiaaaa, achandele, achandele..." sem ég seinna var upplýstur um að þýðir "allir þegnar, komið og biðjið..." eða eitthvað á þá leið. Þessi hressandi vísa stóð yfir í um 5 mínútur og svo féll allt í ljúfa löð.
Þessa fyrstu nótt hugsaði ég "what the fuck", og þótti þetta jafn áhugavert og óskiljanlegt, en þegar nætum fjölgaði kom ég mér upp rútínu sem stóð af orðunum "hálfvitar" og kodda yfir haus...
Þessi söngur kveður svo við í allt 4 sinnum á dag þar sem fólk er minnt á að fara með bænir sínar. Fullt starf það...
Í okkar nýja húsi sem við erum fluttir í er staðsetningin sem betur fer betri og heyrist einungis ómur sem einfalt er að sofa af sér...
Þessu aðferð að troða þessum viðbjóði svona framan í mann á meðan að maður sefur þykir mér svívirðileg og sýna mikið umburðalyndi og það að fólk lærir að aðlagast hinum ýmsu venjum.
Þó er ástæðuna örugglega einnig að finna í því að Swahili time er ekki sá sami og European time. Klukkan hjá þeim er nefnilega 6 tíma afturábak miðað við okkar tíma og er því 22:00 að kvöldi til, klukkan 4:00 um nóttina...
Lesendur Yrfills geta látið sig hlakka til næsta þáttar þar sem tekið verður á "Tanga" ættbálknum, en rannsóknarmaðurinn Yrfill er búinn að vinna rannsóknarvinnu í sambandi við hann.
Barnafólk er því beðið um að uppfæra tölvur sínar gegn óviðeigandi klámyrðasíðum sem þessari.
Ekki vegna þess að þau eigi eftir að líða fyrir lesturinn, heldur vegna þess að þá er fyrirséð í hvað fermingapeningarnir fara...
9 Comments:
Trúarbrögðum á Zanzibar hefur Yrfill miklar mætur,
og þá sérstaklega um miðjar nætur.
Yrfill hugsar: ætli koddinn minn sé ætur?,
nú eða mínir fallegu fætur?
Aaight.
Kv, Grettir.
By
Nafnlaus, at 8:03 e.h.
Hihi!! geggjuð vísa sem Hr. Grettir samdi um ofsatrúarsvefnpirrugaularanágranna þína.
Já Orri minn það er gott að við erum ekki öll eins þá væri heimurinn algjört lort. Huxaðu þér til dæmis ef allir væru eins og hustlerinn þarna frá Kilmanjaro já eða eins og þú. Hehe...hlakka til að lesa næsta þátt. Var að tala við Söndruna þína í gær úfff hvað á eftir að vera gaman hjá ykkur. Frændurinn þinn biður að heilsa. HADEBRA,
Knúz Mayan
By
Nafnlaus, at 9:33 e.h.
Gleymdi einu hérna. Er akkurat í þessu að prenta út flugmiðann minn er að fara til Bjartarinnar i Den Haag á morgun. Loksins, loksins við erum með voða túrista plan en samt eigum við örugglega bara eftir að kjafta út í eitt og ekki fara út úr húsi. Ja nema kannski til að sjá gleðikonurnar í þessu fræga rauða hverfi. weeeeeeee
By
Nafnlaus, at 9:36 e.h.
Ja hérna hér Gedddiii...
Þetta var vel að verki staðið strákur, ekki vissi ég að þú værir með svona hæfileikaríkur í ljóðasmíðum.
Mér finnst að þú ættir að gera bloggsíðu sem ber nafnið "Grettisljóð". Þar mundir þú hlaða inn ljóðum daglega....
EEEEhhhh....EEEEhhhh....
By
Yrfillinn, at 11:06 f.h.
Jess, hvað ætlaru að vera lengi? Og ætlaru að skilja Kela eftir heima...
Þið megið endilega hringja í kvöld um kvöldmatarleitið ef þið getið. Keli hringdi í gær og ég var alveg sofandi, alveg úti á túni, enda með mjög óreglulegann svefntíma þessa dagana. Ég er ekki alveg að meika að vakna við símann á nóttunni þegar ég þarf að vakna 2 á nóttunni til að mæla...
Annað kvöld verður þú kannski farin... Hmmm... Ef svo er þá góða ferð og njóttu þess að vera í fríi...
By
Yrfillinn, at 11:15 f.h.
Góð tilvitnun hjá þér, Goggi Míkaels er alveg magnaður textahöfundur eins og sannast í þessu lagi. Hlakka til að heyra um rannsóknarvinnuna :)
By
Nafnlaus, at 2:07 e.h.
Yrfill gave a Zanzibarian a sprite
It was better than picking a fight
In the middle of the night
Aaight
Yrfill is working for Pihl & Sön
It is a lot of fun
In the sun
And if you have a gun
You should scare a nun
Then you should run.....away
Kv, Högni.
By
Nafnlaus, at 4:58 e.h.
Hey hey hey....
Gaman að sjá hversu vel rannsóknarstörfin ganga hjá þér þarna niður frá...
:)
Bið innilega vel að heilsa öllum þarna niður frá..... hmmmmmmm þekki ég einhvern þarna??
kv: Sverrir Steinn
By
Nafnlaus, at 8:06 e.h.
Blessaður Sverrir.
Já ég er alveg að fíla mig í þessu hlutverki, og ég er rétt að byrja...
Skila kveðju kveðju til allra blökkumanna...
Ég bið líka að heilsa heim í Köben...
By
Yrfillinn, at 10:48 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home