Yrfillinn á Zanzibar

miðvikudagur, september 07, 2005

Næturbrölt...

Í dag er þvílík veisla.

Ég fæ nebblega að sofa í meira en 5 tíma samfleytt í fyrsta skipti í rúma viku. Þessa mælingar okkar eru alveg að rugla í manni og er maður farinn að vera svona svolítið þreyttur öðrum megin. Einn verkfræðingurinn ætlar að leysa af í nótt svo það er algjör snilld.

Við Stoffer erum annars búnir að koma okkur upp hellvíti fínu kerfi á næturnar þegar þarf að vakna. Þetta kerfi er búið að taka smá aðlögunartíma en niðurstaðan er sú að það er ég sem vakna og hann keyrir. Stoffer sefur nefnilega fastar en suddinn sjálfur og hefur bara verið gera meðbúum sínum grikk með því að vera að stilla vekjaraklukkuna sína. Hann stillir hana svona í fyrra lagi svo hann hafi tíma til að vera orðinn hress. Vandamálið er bara að hann vaknar ekki við hana, en það gera aftur á móti allir hinir í húsinu og þar á meðal ég. Eftir að ég var búin að vakna nokkrar nætur í röð, dýrmætum 20 minútum á undan minni klukku ákvað ég bara að semja við hann um að vekja hann bara svo ég fengi þessar auka 10 min. Honum leist bara vel á það, enda er hann vænn, drengur sá...

Djöfullinn hljóp annars í mig eitt kvöldið þegar við áttum að fara um 21 leitið af stað að mæla. Hann hafði lagt sig kúturinn, og viti menn, sofið í gegnum vekjaraklukkuna, alveg þangað til ég tók til minna ráða. Ég byrjaði á því að banka duglega á hurðina og ekkert gerðist, þá mundi ég efitir dómaraflautinni sem ég hafði í vasanum. Við eigum eina slíka hvor, til að ná athygli hvors annars þegar að við erum að mæla niðri á höfn í mikilli mannmergð. Mjög sniðugt...
Ég tek upp flautuna og blæs í kvikindið, og það var svo mikill hávaði, að ég fékk hellu. Það dugði samt ekki til að hann einu sinni rumskaði. Ég gekk því að rúminu hans og hallaði mér að honum, hélt fyir eyrun og blés allt hvað ég gat. Það dugði, hann hrökk við en það eina sem hann sagði var "hvad så" og geispaði...

Ég gat nú ekki annað en beðið hann afsökunar á þessu atferli mínu og eftirá þakka ég hversu mikill rólyndismaður hann er, ekki að kippa sér upp við svona lagað. Ég sé mig fyrir mér að ef einhver myndi voga sér að gera mér svona þá hefði ég tekið hringspark á viðkomandi í gegnum flugnanetið, enda ekki mikið fyrir svona læti í morgunsárið...

Ég er annars búinn að komast að því að ég komst í sögubækur Pihl & Søn með því að fá malaríu á þessum lyfjum sem við erum að taka. Það hefur engum tekist áður og langar mig að þakka kærlega fyrir það og vil senda öllum flugum kaldar kveðjur í því tilefni...

Ég er annars ekki í toppformi eins og er og neyðist því til að fara í háttinn til að hlaða batteríin sem eru ekki alveg í toppstandi þessa dagana.

Mun samt reyna að skrifa eins og ég get...

Mig langar til að óska honum Darra bróður mínum til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Hann er að verða gamall greyið, það verður að játast, en hann hefur alltaf verið seigur í að láta fara lítið fyrir hlutunum. Ég er annars búinn að klúðra gjöfinni fyrir hann og er því að vona að hann sætti sig við að fá hana svolítið seint...

1 Comments:

  • Það var lagið svona á að vekja fólk. Hef sjálf aldrei skilið hvernig hægt er að sofa svona fast!! hehe... Bið að heilsa öllum sem ég þekki þarna á Zanzibar hilsen Maya

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home