Norm...
Sunnudagar já...
Þeir eru búnir að skapa sér örlitlar óvinsældir hjá keppanum undanfarin misseri. Fyrir það fyrsta hef ég aldrei verið neitt hrifinn af sunnudögum vegna þess að sá dagur hefur það leiðinlega hlutverk að enda skemmtilegasta hluta vikunnar, nefnilega helgina. Ég er hrifinn af föstudögum og laugardögum því þá er vinnuvikan loksins búin og maður getur farið að gera það sem maður er búinn að vera að bíða eftir að geta gert.
Svo þegar ég kem hér til Zanzibar þá þurfum við endilega að hafa frí á sunnudögum af öllum dögum, jæja...
Fyrsta sunnudaginn í fríi hérna eyddi ég í að vera í haunk útaf malaríusjúkdómi, og svo þann síðasta átti aldeilis að fara útí skjaldbökueyjuna og skoða sig um. Við vöknuðum útsofnir og til í slaginn, en viti menn, eins og sunnudegi sæmir byrjaði að rigna alveg eins og hellt væri úr fötu. Hér er nefnilega vetrartími og því eðlilegt að á þeim árstíma sé hráslagslegt með 30 gráðum og einstaka úrhelli. Þessi einstaka úhelli geta nefnilega verið ansi beysin því hér eru víst dæmi um að úr hafi hellst 500mm. á einum degi, og þá erum við að tala um alveg geðveikt magn af vatni og allt á floti. Það var því ákveðið að taka það bara rólega og horfa bara á enska boltann.
Í upphafi vikunnar er annars búið að vera mikil rigning hérna og verið hálf Íslenskt veður en það hefur svo sem ekki háð mér mikið sökum þess mikla möppudýrs sem ég er orðinn...
Ég er því hérmeð hættur að tala um það sem ég "ætla" að gera um sunnudaginn, því mér er ekki vel við að vera að ljúga að fólki og mun því frekar segja frá hlutunum þegar þeir eru búnir að gerast héðan í frá...
Útlit næsta sunnudags er nefnilega heldur ekki vænlegt því við Stoffer verðum víst að vinna einhverja tíma til að klára að mæla upp höfnina og setja inní AutoCad...
Í dag varð ég annars fyrir miklum veruleikasjokkum í sambandi við afríkubúann.
Ég sat í sakleysi mínu í dag eftir vinnu á netinu með opinn gluggann útí garð. Þar brá öðru hvoru fyrir vaktmanninum okkar sem var á röltinu fyrir utan eins og gengur og gerist. Svo byrjaði hann að gera sig klárann fyrir baðið sitt sem hann greinilega tekur bara í krananum hérna fyrir utan. Þetta fór allt saman siðsamlega fram, en maður fór bara að velta því fyrir sér að hann hefur í engin hús að vernda til að fara heim í bað. Ég hélt nú áfram sörfi mínu en svo sá ég að hann kom með poka í hönd og gerði sig líklegann til að hafa það náðugt á stéttinni til að fá sér kvöldmatinn sinn. Það var svolítið skrýtin tilfinning að fylgjast með honum því hann fór oní pokann og hnoðaði með puttunum hrísgrjón og stakk uppí sig með puttunum. Svo eftir nokkra bita fór hann yfir og fékk sér að drekka úr krananum til að skola niður þurru hrísgrjónunum. Þá var mér nóg boðið og ég sagði honum að hipja sig úr minni ausýn, ég vildi ekki hafa svona...
Nei, ég fann til með stráknum svo ég ákveð að gefa honum eins og eina sprite til að skola grjónunum niður. Hann var ein augu þegar ég kom út og bauð honum annan eins munað og spurði hvort að ég væri að bjóða honum bjór. Ég sagði svo ekki vera og sýndi honum sprite merkið. Hann var ekki enn viss í sinni sök enda ekki mikið fyrir sopann gat ég séð á öllu. Fyrir rest fékk ég hann til að smakka á þessu og hann var allskosta sáttur við bragðið og þáði dósina. Þegar ég kom inn aftur, rann fyrir mér ljós, að ég var fyrstur í öllum heiminum til að gefa honum sprite að drekka. Hann vissi ekki einu sinni hvað þetta var. Þetta var bara svo súrrealískt þegar þetta er eitt af fyrstu orðum sem evrópsk ungabörn læra í dag samanber orðunum mamma, sjónvarp og ríkisskattstjóraembætti.
Jæja, mér fannst þetta bara svo merkilegt eitthvað en samt svo lítilvæglegt að ég varð bara að tjá mig um þetta.
Eftir að við vorum búnir að borða niðrí Stone Town í dag þurftum við Stoffer að fara og sinna okkar daglegu mælingum niðrá höfn. Við keyrðum eins og vanalega en urðum að stoppa og leggja bílnum svolítið frá vegna gríðarlegrar mannmergðar sem myndast hafði vegna tónleika sem haldnir voru rétt hjá höfninni. Við þræddum mannmergðina sem var mjög skemmtilegt, því maður er farinn að sakna fólks og stórborgarfílingnum sem því fylgir. Allt í einu verð ég var við að mannmergðin tvístrast fyrir framan mig og fólk forðar sér. Þá sé ég hvar lögregluþjónn er að hamra með löggukylfunni á fólki sem var að standa í röð fyrir utan tónleikana. Fólkið hefur greinilega verið farið að þrengja að honum og hann bara ákveðið að leysa málið einn tveir og bingo með að byrja að lemja það. Ég stóð og glápti á þetta og hugsaði með mér "fuck, er ég að fara að lenda í einhverju riotti". Mér til mikillar undrunar var svo fólkið sem var að forða sér undan lögreglumanninum farið að hlæja að hinum óheppnu sem urðu fyrir höggum lögreglumannsins. Þá fékk ég nú aldeilis annað veruleikasjokk og áttaði mig á því að svona viðbrögðum væri fólkið bara vant og væri bara orðið samdauna og sátt við þessi viðbrögð. Ég ákvað hins vegar að forða mér áður en eitthvað meira gerðist og láta hina um að skemmta sér.
Alveg magnaður andskoti...
Jæja, best að snáfa í háttinn. Það eru næturmælingar framundan...
Þeir eru búnir að skapa sér örlitlar óvinsældir hjá keppanum undanfarin misseri. Fyrir það fyrsta hef ég aldrei verið neitt hrifinn af sunnudögum vegna þess að sá dagur hefur það leiðinlega hlutverk að enda skemmtilegasta hluta vikunnar, nefnilega helgina. Ég er hrifinn af föstudögum og laugardögum því þá er vinnuvikan loksins búin og maður getur farið að gera það sem maður er búinn að vera að bíða eftir að geta gert.
Svo þegar ég kem hér til Zanzibar þá þurfum við endilega að hafa frí á sunnudögum af öllum dögum, jæja...
Fyrsta sunnudaginn í fríi hérna eyddi ég í að vera í haunk útaf malaríusjúkdómi, og svo þann síðasta átti aldeilis að fara útí skjaldbökueyjuna og skoða sig um. Við vöknuðum útsofnir og til í slaginn, en viti menn, eins og sunnudegi sæmir byrjaði að rigna alveg eins og hellt væri úr fötu. Hér er nefnilega vetrartími og því eðlilegt að á þeim árstíma sé hráslagslegt með 30 gráðum og einstaka úrhelli. Þessi einstaka úhelli geta nefnilega verið ansi beysin því hér eru víst dæmi um að úr hafi hellst 500mm. á einum degi, og þá erum við að tala um alveg geðveikt magn af vatni og allt á floti. Það var því ákveðið að taka það bara rólega og horfa bara á enska boltann.
Í upphafi vikunnar er annars búið að vera mikil rigning hérna og verið hálf Íslenskt veður en það hefur svo sem ekki háð mér mikið sökum þess mikla möppudýrs sem ég er orðinn...
Ég er því hérmeð hættur að tala um það sem ég "ætla" að gera um sunnudaginn, því mér er ekki vel við að vera að ljúga að fólki og mun því frekar segja frá hlutunum þegar þeir eru búnir að gerast héðan í frá...
Útlit næsta sunnudags er nefnilega heldur ekki vænlegt því við Stoffer verðum víst að vinna einhverja tíma til að klára að mæla upp höfnina og setja inní AutoCad...
Í dag varð ég annars fyrir miklum veruleikasjokkum í sambandi við afríkubúann.
Ég sat í sakleysi mínu í dag eftir vinnu á netinu með opinn gluggann útí garð. Þar brá öðru hvoru fyrir vaktmanninum okkar sem var á röltinu fyrir utan eins og gengur og gerist. Svo byrjaði hann að gera sig klárann fyrir baðið sitt sem hann greinilega tekur bara í krananum hérna fyrir utan. Þetta fór allt saman siðsamlega fram, en maður fór bara að velta því fyrir sér að hann hefur í engin hús að vernda til að fara heim í bað. Ég hélt nú áfram sörfi mínu en svo sá ég að hann kom með poka í hönd og gerði sig líklegann til að hafa það náðugt á stéttinni til að fá sér kvöldmatinn sinn. Það var svolítið skrýtin tilfinning að fylgjast með honum því hann fór oní pokann og hnoðaði með puttunum hrísgrjón og stakk uppí sig með puttunum. Svo eftir nokkra bita fór hann yfir og fékk sér að drekka úr krananum til að skola niður þurru hrísgrjónunum. Þá var mér nóg boðið og ég sagði honum að hipja sig úr minni ausýn, ég vildi ekki hafa svona...
Nei, ég fann til með stráknum svo ég ákveð að gefa honum eins og eina sprite til að skola grjónunum niður. Hann var ein augu þegar ég kom út og bauð honum annan eins munað og spurði hvort að ég væri að bjóða honum bjór. Ég sagði svo ekki vera og sýndi honum sprite merkið. Hann var ekki enn viss í sinni sök enda ekki mikið fyrir sopann gat ég séð á öllu. Fyrir rest fékk ég hann til að smakka á þessu og hann var allskosta sáttur við bragðið og þáði dósina. Þegar ég kom inn aftur, rann fyrir mér ljós, að ég var fyrstur í öllum heiminum til að gefa honum sprite að drekka. Hann vissi ekki einu sinni hvað þetta var. Þetta var bara svo súrrealískt þegar þetta er eitt af fyrstu orðum sem evrópsk ungabörn læra í dag samanber orðunum mamma, sjónvarp og ríkisskattstjóraembætti.
Jæja, mér fannst þetta bara svo merkilegt eitthvað en samt svo lítilvæglegt að ég varð bara að tjá mig um þetta.
Eftir að við vorum búnir að borða niðrí Stone Town í dag þurftum við Stoffer að fara og sinna okkar daglegu mælingum niðrá höfn. Við keyrðum eins og vanalega en urðum að stoppa og leggja bílnum svolítið frá vegna gríðarlegrar mannmergðar sem myndast hafði vegna tónleika sem haldnir voru rétt hjá höfninni. Við þræddum mannmergðina sem var mjög skemmtilegt, því maður er farinn að sakna fólks og stórborgarfílingnum sem því fylgir. Allt í einu verð ég var við að mannmergðin tvístrast fyrir framan mig og fólk forðar sér. Þá sé ég hvar lögregluþjónn er að hamra með löggukylfunni á fólki sem var að standa í röð fyrir utan tónleikana. Fólkið hefur greinilega verið farið að þrengja að honum og hann bara ákveðið að leysa málið einn tveir og bingo með að byrja að lemja það. Ég stóð og glápti á þetta og hugsaði með mér "fuck, er ég að fara að lenda í einhverju riotti". Mér til mikillar undrunar var svo fólkið sem var að forða sér undan lögreglumanninum farið að hlæja að hinum óheppnu sem urðu fyrir höggum lögreglumannsins. Þá fékk ég nú aldeilis annað veruleikasjokk og áttaði mig á því að svona viðbrögðum væri fólkið bara vant og væri bara orðið samdauna og sátt við þessi viðbrögð. Ég ákvað hins vegar að forða mér áður en eitthvað meira gerðist og láta hina um að skemmta sér.
Alveg magnaður andskoti...
Jæja, best að snáfa í háttinn. Það eru næturmælingar framundan...
3 Comments:
Bleeeeeeeeeee pungur Er hættur sjorugli og bið spenntur eftir að smjörvi komi á klakann svo við felagarnir getum kíkt í bolla ekki kem ég til Zanzibar hafðu það gott og ekki meiri malariu gussi minn kv Biggi Ílukall
By
Nafnlaus, at 8:48 e.h.
Hæ Yrfillinn minn! Jæja loksins fann ég rétta bloggið þitt. Er annars búin að fara reglulega inn á gamla bloggið og var eiginlega orðin pirruð á hvað þú værir latur að skrifa en nei nei þá var afríkubúinn bara kominn með nýtt blogg og ekkert verið að láta mig vita neitt. Það var annars gaman að heyra í þér áðan en kortið var búið svo það bara skelltist á. Hafðu það gott og ég hlakka til að lesa meir af þessu snilldarbloggi. Ég var alveg búin að gleyma hvað þú ert fyndinn.
Knuz lille Maya
By
Nafnlaus, at 8:57 e.h.
Blessaður Ýlukall.
Ég verð að gera það í næstu heimsókn á klakann, þú ert alveg búinn að neita mér að skoða nýja húsið þitt hingað til...
By
Yrfillinn, at 4:40 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home