Yrfillinn á Zanzibar

laugardagur, september 10, 2005

Ökólógísk egg...

Það er annað sorpkerfi hér á Zanzibar en maður hefur vanist í sínu heimalandi.

Maður er búinn að vera að hneyksla sig á því hversu mikið rusl er hér úti um allt og finnst manni heimamenn ekki sýna umhverfi sínu mikla virðingu. Hér við höfnina er oft á floti alls konar drasl í sjónum, plastpokar, dósir og flöskur.

Einn daginn vorum við úti að borða á Merkury's sem er veitingastaður við höfnina og ber nafn fallinnar hetju Freddy Mercury, sem fæddist á Zanzibar. Þar situr maður og hefur útsýni útá sjóinn og gula ströndina. Þar var einn að verki að sópa saman rusli á sandinum. Hann sópaði draslinu saman í litlar hrúgur, gróf nokkrar holur, sópaði draslinu ofaní, mokaði yfir og gekk í burtu. Þetta fannst mér alveg agalegt að sjá, og var staðráðinn í því að gera mitt besta í að breyta tíðarandanum á Zanzibar með því að koma á framfæri byltingarkenndum hugmyndum um að taka upp ruslatunnuna.

Herferð mín hófst þegar ég varð vitni af því þegar bílstjórinn okkar Alawy henti ísbréfi út um
gluggann. "Abbabbabbbb" sagði ég hvössum tóni og tjáði honum söguna af fólkinu sem henti ruslinu á götuna og dó...
Hann tók sögunni með rólyndi og benti mér á umhverfið og sagði að það skipti engu máli því allt væri í rusli hvort sem er. Þá fór ég að sjá að það væri enginn staður til að setja ruslið sitt og ruslatunnur hvergi.
Fyrir utan hjá okkur er til dæmis ruslatunna fyrir utan húsið eins og maður er vanur, en hún er bara með radíus 7 metra og liggur því ruslið bara á víð og dreif. Þar getur maður séð hvað var á matseðlinum í vikunni og það er ekki annað að sjá en að strákunum þyki bjórinn góður.

Á morgnana eru Zanzibarskar hænur og ungar þeirra að vinna fyrir stimpli sínum sem "fritgående høns" og róta hvað þær geta til að finna eitthvað gott í kroppinn. Þegar lengra er haldið áfram misgóða vegina á leið til vinnu, er af og til keyrt í gegnum mikla reykjarmekki þar sem fólk er að brenna ruslið fyrir utan húsin sín. Þessi iðja er að mestu á morgnana sem betur fer því oft er mikill mökkur. Undir þessum kringumstæðum er ekkert annað að gera því ekki koma neinir ruslabílar til að hirða upp ruslið, svo fólk verður að grípa til sinna ráða til að minnka umfang uppsafnaðs rusls.

Annað sló mig um daginn þegar ég heyrði að vatn á Zanzibar er ókeypis fyrir alla. Þetta fannst mér afar skrýtið og ekki eiga samleið með þeirri mynd í hausnum sem ég hafði af Afríku. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ýmislegt að gerast í samfélaginu hér á Zanzibar því nýlega var gefin út tilskipun að öll börn ættu að fara í skóla og það frítt. Ekki ku skólagangan þó vera ókeypis nema rétt fyrstu árin og svo þyrfti að borga með.
Einnig er farið að herða hér skattareglur og þarf greyið fólkið að borga enn meiri skatt af launum sínum en það var vant að gera. Þetta er búið að skapa smá óánægju á vinnusvæðinu og fólk ekki að fá það sem það átti von á...

Þar sem að ég hef síðustu sunnudaga haldið fram áformum um að gera eitthvað skemmtilegt á þeim merka degi, hef ég ákveðið að láta ekki blekkjast í þetta skiptið. Hef ég því ákveðið að gera ekkert, enda hvimleiður dagur með eindæmum...

Núna erum við Stoffer að leggja í hann til að fara að sjá Arsenal spila gegn manninum sem ekki hlustaði á fólkið sem hló að sér í öll þessi ár. Ég er þó ekki að tala um "jafnfætis Jóa Sam" heldur Ray Parlour, en hann er kominn í lið Boro manna.
Við óskum okkar mönnum góðs gengis og verður spennandi að sjá liðið höndla að spila án fyrirliðans Henry...

9 Comments:

 • Leiðinlegt hvernig fór fyrir okkar mönnum. Hvernig var annars að horfa á leik þarna í Afríkunni er fólkið eitthvað inní boltanum eller.. Hafðu það gott kúturinn minn Hrafnkellinn biður að heilsa, knús Maya

  By Anonymous Nafnlaus, at 11:24 e.h.  

 • Þetta var agalegt. Strákurinn var langt niðri að leik loknum og var þögull yfir matnum. Þetta lítur ekki vel út...
  Þeir voru nú eitthvað að reyna að vera sniðugir að leik loknum, svo það lá við slagsmálum. Ég gerði nefnilega þau mistök að mæta í treyjunni...
  Virkar meilinn þinn ekki? Ég er búinn að senda þér meil á hotmailinn...

  By Blogger Yrfillinn, at 2:53 e.h.  

 • ég er komin með nýtt meil sendi þér í gær Hilsen Maya

  By Anonymous Nafnlaus, at 5:58 e.h.  

 • hæhæ elsku orri

  alltaf gaman að lesa bloggið þitt :) þú ert með eindæmum orðheppinn... fyndið þetta með ruslið, ég sé þetta alveg fyrir mér. Þú yrðir örugglega að þjóðhetju þarna ef þú kyntir fyrir þeim ruslatunnuna heheheh

  hafðu það nú gott elsku kallinn
  Ernie biður að heilsa.. þú veist hvað hann er ofsalega skrifglaður NOT,
  Knus Sonja

  By Anonymous Nafnlaus, at 6:55 e.h.  

 • Takk fyrir Sonja mín.
  Ég vona að allt gangi vel hjá þér með óléttuna, skilaðu til Árna að hann eigi að hugsa vel um óléttu stelpuna sína.
  Hann þarf líka að fara að búa sig undir að taka á móti nýjum tölvukalli... (já Sonja, þetta er strákur...)

  By Blogger Yrfillinn, at 6:34 f.h.  

 • Hello !.
  You may , perhaps curious to know how one can manage to receive high yields .
  There is no initial capital needed You may start earning with as small sum of money as 20-100 dollars.

  AimTrust is what you haven`t ever dreamt of such a chance to become rich
  The firm represents an offshore structure with advanced asset management technologies in production and delivery of pipes for oil and gas.

  It is based in Panama with affiliates around the world.
  Do you want to become really rich in short time?
  That`s your choice That`s what you really need!

  I`m happy and lucky, I began to get income with the help of this company,
  and I invite you to do the same. If it gets down to choose a correct companion utilizes your funds in a right way - that`s AimTrust!.
  I take now up to 2G every day, and my first investment was 500 dollars only!
  It`s easy to start , just click this link http://yhurerajyj.o-f.com/sugakut.html
  and lucky you`re! Let`s take our chance together to become rich

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:54 f.h.  

 • Hello !.
  You re, I guess , probably very interested to know how one can collect a huge starting capital .
  There is no initial capital needed You may begin earning with as small sum of money as 20-100 dollars.

  AimTrust is what you haven`t ever dreamt of such a chance to become rich
  AimTrust incorporates an offshore structure with advanced asset management technologies in production and delivery of pipes for oil and gas.

  It is based in Panama with offices everywhere: In USA, Canada, Cyprus.
  Do you want to become really rich in short time?
  That`s your choice That`s what you desire!

  I`m happy and lucky, I started to get real money with the help of this company,
  and I invite you to do the same. If it gets down to choose a correct companion utilizes your savings in a right way - that`s it!.
  I earn US$2,000 per day, and my first deposit was 1 grand only!
  It`s easy to get involved , just click this link http://isadacote.ibnsites.com/onomak.html
  and go! Let`s take our chance together to get rid of nastiness of the life

  By Anonymous Nafnlaus, at 4:28 e.h.  

 • Hi!
  You may probably be very curious to know how one can make real money on investments.
  There is no initial capital needed.
  You may begin to get income with a money that usually goes
  for daily food, that's 20-100 dollars.
  I have been participating in one project for several years,
  and I'll be glad to share my secrets at my blog.

  Please visit blog and send me private message to get the info.

  P.S. I earn 1000-2000 per daily now.

  http://theblogmoney.com

  By Anonymous Nafnlaus, at 1:02 e.h.  

 • Glad to materialize here. Good day or night everybody!

  Let me introduce myself,
  my name is James F. Collins.
  Generally I’m a venturesome analyst. recently I take a great interest in online-casino and poker.
  Not long time ago I started my own blog, where I describe my virtual adventures.
  Probably, it will be interesting for you to utilize special software facilitating winnings .
  Please visit my web page . http://allbestcasino.com I’ll be glad would you find time to leave your comments.

  By Anonymous Nafnlaus, at 2:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home