Yrfillinn á Zanzibar

fimmtudagur, september 15, 2005

Æfingin skapar meistarann...

Ég verð að afsaka hversu langt er síðan ég skrifaði síðast, en ég er búinn að reyna að setjast niður 2svar sinnum en hef þurft frá að hverfa útaf vinnunni, svo það hefur ekki gefist tími til að skrifa mikið. Hér kemur þó eitthvað...

Ég er byrjaði í swahili kennslu á miðvikudaginn hjá Áströlskum manni sem er búinn að búa í Tanzaniu í 15 ár. Hann hitti ég að vinnu lokinni á veitingastað inní miðjum Stone Town. Kennslunni var háttað þannig að við sátum þarna í tvo tíma og borðuðum og drukkum bjór ásamt því að skrifa niður setningar og glósur í bækur sem ég fékk hjá honum. Þetta var hress náungi og mér leist bara ágætlega á hann og ætlum við að reyna að hittast einu sinni í viku til að halda þessu við. Ég fékk meira að segja heimalærdóm og glósur sem við gerðum saman til að kíkja á og undirbúa mig undir næsta tíma. Ég mun nota eitthvað af frídeginum mínum í til að kíkja á það...

Við erum búnir að fá nýjann Survey Assistant til okkar og heitir hann Mr. Johnson. Hann er uppalinn í Kilimanjaro en er búsettur í Dar með konu sinni og tveimur börnum. Mr. Johnson er mjög trúaður og er hann kristinnar trúar.
Hans trúfesta hefur skapað mikilar og skemmtilegar umræður á skrifstofunni um trúarmál þar sem við Stoffer erum ófeimnir við að lýsa vantrúnaði okkar á biblíunni og þeim víkingasögum sem hún hefur að bera.
Við Stoffer erum báðir egnostic (allir að fletta...) og höfum mjög gaman af því að draga biblíuna í efa. Við höfum til dæmis sagt honum að biblían sé skrifuð af einhverju fólki og hafi verið mögnuð upp eins og víkingasögurnar. Gengið var svo langt að líkja honum við Hitler sem einnig hafi verið afar fær í múgsefjun.
Mr. Johnson hefur því oftar en ekki orðið yndislega mállaus við þau tækifæri, en í þeim atvikum leysir hann vandamálið með sínu síbrosandi andliti og hlátri á innsoginu.

Mr. Johnson gefur samt nýja vídd í tilveruna hér á Zanzibar með því að vera ágætur í ensku og getur því svarað hinum ýmsu spurningum sem manni dettur í hug í sambandi við Afríkanska menningu og hætti.

Ég er búinn að kynnast lauslega einum heimamanni hér sem er að vinna úti á svæði. Hann er ágætur í ensku og er meira segja svo hress að hann er búinn að gefa mér viðurnefnið "Mr. Kachangoma". Þetta viðurnefni kom útfrá því þegar hann einn daginn vatt sér upp að mér og byrjaði að spjalla. Hann spurði mig hvort ég væri ekki duglegur í tjéllingunum hérna á Zanzibar og spurði mig hvað ég væri búinn að leggja margar. Ég tjáði honum að það væri eitthvað lítið enda væri ég trúaður mjög. Hann hikaði ekki við að vippa af sér nokkrum frækisögum og eftir það hélt ég för minni áfram inná kontor þar sem Mr. Johnson var staddur.

Þegar ég spurði hann hvort hann þekkti þennan gaur eitthvað, sagðist hann kannast við hann frá heimabæ sínum í Kilimanjaro, en hann kæmi nefnilega frá bæ rétt hjá sem heitir Tanga. Eftir að ég sagði honum hvað hann hafi sagt mér, sagði hann að það kæmi honum ekkert á óvart. Mr. Kachangoma eins og ég kýs að kalla hann útfrá þessum kynnum, væri nefnilega alinn upp við mikið frjálsræði í kvennamálum. Stelpum og strákum sem kæmi frá þeim stað væri nefnilega kennt ríði tækni því að það væri hluti af kúltúrnum þeirra. Þetta fannst mér alveg magnað kvikindi og reiddist við tilhugsunina um mín mögru uppvaxtarár úr Mosfellsbænum...
Kennsluaðferðum fékk ég ekki útlistað en þetta er eitthvað sem ég þarf að ræða betur við Mr. Kachangoma við tækifæri...

Mr. Johnson var því mjög vinalegur og benti mér á að maður ætti ekki að leyfa neinum frá því héraði að komast í tjellinguna sína, því þá mundi maður fara að væla. Ég tók því sem óumflýjanlegri staðreynd og varð óneitanlega hugsað til hjólabuxnatriðsins. Ég ákvað að segja ekkert...
Mér til mikillar undrunar sagði hann mér að kvenfólk frá þessu svæði væri afar vinsælt og að það kæmi fólk hvaðanæva frá Afríku til Tanga, í leit að kvenkosti...

Það var annars frábær dagur í gær, því einn af þeim sem ég bý með hélt uppá afmælið sitt á hóteli hér rétt hjá. Hann er búinn að fá konu sína og fimm ára dóttur í heimsókn í tvær vikur og voru þau stödd þarna ásamt flestum úr vinnunni. Þetta var mjög kósí staður og var frábært að komast aðeins frá vinnuumræðunum, þó að það hafi ekki lukkast allt kvöldið eins og gefur að skilja. Sú litla var algjör lúffukind og bræddi alla með sínu sæta brosi og sakleysi. Við Stoffer klikkuðum ekki á smáatriðunum og keyptum hressandi útskorinn kall fyrir afmælisbarnið og bækur og vatnsliti fyrir þá litlu. Hún var alveg heví ánægð og ég fékk hana til að lofa því að mála eina mynd handa mér sem hún mundi svo biðja pabba sinn um að koma til skila til mín. Ég bíð spenntur efitir niðurstöðunum.

Þegar heim var komið fann ég að ég var allur kumpaður í andlitinu, enda búinn að vera með stöðugt bros allt kvöldið útaf Selenu litlu. Eitthvað langt síðan að maður hefur brosað svona mikið...

Passar fínt, Liverpool vs. Man Utd að byrja, verður örugglega góður leikur...

6 Comments:

  • Mér líkar vel skipulagið á þessum tungumálaskóla hjá þér. Maður væri altalandi öll tungumál heims ef þetta væri svona hér í bæ. Greinilega mjög litríkar persónur sem þú hittir þarna það verður gaman að heyra betur frá þessu öllu þegar þú kemur í kuldann aftur.
    Ciao Mayo

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:31 e.h.  

  • Hi Orri. This is Blibz Katmandu, the black man in the beautiful yellow suit at the main railstation in Copenhagen. I remember you took a picture of me. I'm fine! Still hangin'. Doin' a little bit of chillin' Hope to see you when you get back from ZanziBAR. Best regards, Blibz.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:46 e.h.  

  • magnaður lestur, þú verður altalandi áður en þú veist af. Var á Highbury mánudag og skilaði kveðju frá þér... kíkti meira að segja á Gunners í bjór...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:44 f.h.  

  • If it isn't Blibzy da fucka...
    We is got to meets when i comes back.
    We be kickn'it like old days back in da hood.
    Word, bro...

    By Blogger Yrfillinn, at 10:58 f.h.  

  • Gott að sjá að kallinn er farinn að taka sönsum.
    Ég sé greinileg ummerki Heimis hér.
    Hvað er evrópumeistaratitill... Ekki rassgat...

    By Blogger Yrfillinn, at 11:01 f.h.  

  • maður verður að skoða keppinautinn, er trúr Liverpool maður þó ég hafi ekki haft hátt um það á Gunners. Hvað klikkaði hjá Heimi?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home