Yrfillinn á Zanzibar

mánudagur, september 26, 2005

Tanga ættbálkurinn...

Rafmagnsleysi sökum rigninga á Zanzibar hefur seinkað útkomu bloggs míns, en í dag er allt í góðu standi svo velbekommen...

Tanga City liggur 188 kílómetra frá Kilimanjaro og eru heimamenn um 6000 talsins. Í þessum ættbálki ríkir sterk hefð fyrir því að foreldrar sendi börnin sín við 16-17 ára aldurinn í mánaðar námskeið í ástaratlotum.
Evrópubúinn sér eflaust þetta námskeið fyrir sér í hyllingum og gæti vel hugsað sér að taka einn verklegann sumarkúrsus með skólanum til að blása fersku lífi í langa og stranga skólagöngu.
Svona er hugsanagangurinn ekki hjá þeim afríkubúum sem þurfa að taka þennan kúrsus því það er mikil mikil pressa á þeim að standa sig vel. Þessi kúrsus er manndómsraun mikil og getur ráðið miklu um framtíð viðkomandi einstaklings ef hann stendur sig vel.

Þegar nemendur mæta í sinn fyrsta tíma, taka á móti þeim tveir kennarar af sitthvoru kyninu. Þeir eru gamlir í hettunni og vita sitt hvað um það hvernig eigi að setj'ann, og er þeirra hlutverk að reyna að koma reynslu sinni til nemenda sinna.
Námið byggist á bóklegum hluta þar sem “svínið” og “rottan” eru krufin til mergjar svo að menn viti hvað þeir eru með í höndunum. Þar er nemendum einnig kennt að meta hegðun og viðbrögð makans í hita leiksins til að verða betri í því að ákvarða hvort viðkomandi líki vel eða illa. Þar er kennd alúð og er undurstrikað mikilvægi þess að standa vel að verki.

Að bóklegum þætti loknum eru nemendur paraðir saman og ber manni að ljúka kúrsusnum með einum og sama félaga og er ekki leyfilegt að söðla um. Nemendur velja sig saman sjálfir eða með hjálp kennaranna. Þá var mér spurn hvort ekki yrði uppi fitur og fót þegar bestu bitarnir voru fráteknir. Heimildamanni mínum fannst þetta fyndin spurning og sagði mér að þó að þær væru miklar í vexti, þá væri alveg hægt að nota þær í svona lagað.

Verklega þættinum er háttað þannig að pörin leggjast á gólfið á afmörkuðu svæði þar sem engum öðrum en nemendum er leyfilegt að halda sig. Samhliða afmarkaða svæðinu er gangsvæði fyrir karl og kven kennarann til þess að þeir geti gengið meðfram og skoðað aðferðir nemendanna. Kennurunum er ekki heimilt að tjá sig á meðan að atlotum stendur og meiga því einungis skoða og taka niður punkta. Þegar fyrstu æfingu er lokið fara stúlkur og strákar inní aðskilin herbergi með kennurum sínum. Þar koma kennararnir með ábendingar og benda á hvað betur mætti fara og gefa þeim góð ráð. Með mis sanngjarna gagnrýni í pokahorninu fara svo nemendur inn í salinn á ný og reyna að gera betur eftir ábendingar kennaranna.

Mér var spurn hvort ekki væri notaðar getnaðarvarnir við framkvæmd þessarar hefðar vegna þeirrar stóru hættu sem stafar af Aids faktornum, sem dregur fáránlega marga til dauða í Afríku. Heimildamaðurinn sagði svo ekki vera, en hann sagði að það væru tvær reglur í verklegum æfingum. Sú fyrsta væri sú, að það væri að það væri bannað að dýfa honum. Æfingin er því þannig að kynfærum er einungis nuddað saman og leikið sér við “innganginn” með það að leiðarljósi að æsa kvenmanninn og öfugt. Þar öðlast menn góða reynslu í að halda aftur af sér, sem oft á tíðum reynist erfitt fyrir unga nemendur. Önnur reglan væri að það væri stranglega bannað að losa í verklegum tíma, það væri velkomið annars staðar að tímanum loknum.

Ef nemendur klikka á annarri hvorri reglunni þá koma þeir óorði á sjálfann sig og kennarinn getur ekki gefið þeim góða einkunn. Ef nemandinn stendur sig vel þá mun kennarinn fara fögrum orðum um viðkomandi og mæla með honum við foreldra sem eiginmanni/eiginkonu.
Heimildarmaður minn sagði mér einnig að þetta námskeið væri viðkvæmt umræðuefni og að hann sæi það ekki fyrir sér að ég gæti fengið Mr. Kanchangoma til að tala um þetta. Ég hef ekki enn fengið tækifæri til þess að tala við hann um þessa stórmerkilegu hefð en ég mun að sjálfsögðu reyna að fá hann til að leysa frá skjóðunni við tækifæri, og hleypa mér inní þennan drauma heim. Við sjáum hvað tíminn leiðir í ljós...

Grundvöllur námskeiðisins er að kenna einstaklingnum að standa sig vel í rúminu, og er það sérstaklega mikilvægt á þessum stað þar sem standardinn er orðinn ansi hár á meðal innbúa. Ef maður er slakur í þeim málum er meiri hætta á að hjónabandið flosnist upp og að makinn leiti á önnur mið til að fá nægju sína.

Þetta er því ekki bara ríðukúrsus eins og þetta hljómar í fyrstu heldur er þetta byggt á margra ára reynslu þar sem menn hafa komist að því að ástæður hjónaslita hafi í mörgum tilfellum stafað af óánægju í sekkinum.

Þessi kúrsus þykir mér afar áhugaverðar og einkar hentugur til þess að kenna ungum mönnum að hemja sig í hita leiksins. Þessar reglur stríða þó gegn þeirri kynfræðslu sem ég fékk á mínum unga aldri. Þar var mér kennt eins og að ég tel flestir geti verið sammála um, að “hamra járnið að meðan það er heitt” og leit maður á þetta í sinni barnatrú sem eins konar færibandavinnu. Þetta er því hressandi fróðleiksmoli sem kemur til með að gefa kynlífi mínu alveg nýja vídd.

Takk Tanga...

miðvikudagur, september 21, 2005

Peahnuts...

Ég er búinn að koma inná trúarbrögð áður hér í þættinum og neyðist ég til að gera það aftur einfaldlega vegna þess að þau eru svo stór þáttur í tilverunni hér á Zanzibar.

Þegar ég kom til Zanzibar fyrst, var ég alveg ein augu og var að missa mig yfir umhverfinu og sífellt að reyna að átta mig á því hvernig samfélagið virkaði.
Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi verið svolítið eins og óþolinmótt aftursætisbarn sem var sífellt að spyrja "are we there yet"... og fannst ég ekki mæta miklum skilningi frá þeim sem voru með mér í bílnum, en þeim var greinilega orðið slétt sama um umhverfið sitt og voru ekki að höndla allar þær spurningar sem ég var að vonast til að hinir gríðar lífsreyndu menn gætu svarað. Svona er nú maðurinn mismunandi... Sem betur fer...

Heima, í landi trúleysingjanna á Íslandi, er stöðugt verið að kvarta yfir því að þurfa að borga af launum sínum til kirkjunnar og eru margir búnir að hætta þeim óskunda, og telja að aurum sínum betur varið í annan ósambærilegan ólifnað.
Ástæður þessa eru umdeildar og hefur hver sína skoðun á því máli, en eins og einn ágætur maður orðaði það þá ku vandamálið í flestum tilvikum liggja í orðum "the ritch declare themselves poor, but most of them are not sure" (getspakir meiga skjóta hver maðurinn er...).

Hér á Zanzibar mega menn gjalda með sál og líkama og mundu eflaust prísa sig sæla með að þurfa að greiða aðra eins smáaura, þó að þeir sjái þetta að sjálfsögðu ekki sem kvöð eins og trúleysinginn, heldur undirstöðu alls lífs.
Strax fyrstu nóttina mátti ég finna fyrir breyttum áherslum og fann að sá munaður að þurfa ekki að borga í kirkjuna var dreginn frá manni á annan máta.
Klukkan 4:00 um nóttina kvað við jarmandi söngur í fjarska. Hljóðið kom greinilega úr lélegum hátalara og stefnan var svo sannarlega beint inn um óþéttann gluggann minn.

Þar kvað við "Achhhammmmalllliiiaaaa, achandele, achandele..." sem ég seinna var upplýstur um að þýðir "allir þegnar, komið og biðjið..." eða eitthvað á þá leið. Þessi hressandi vísa stóð yfir í um 5 mínútur og svo féll allt í ljúfa löð.
Þessa fyrstu nótt hugsaði ég "what the fuck", og þótti þetta jafn áhugavert og óskiljanlegt, en þegar nætum fjölgaði kom ég mér upp rútínu sem stóð af orðunum "hálfvitar" og kodda yfir haus...
Þessi söngur kveður svo við í allt 4 sinnum á dag þar sem fólk er minnt á að fara með bænir sínar. Fullt starf það...
Í okkar nýja húsi sem við erum fluttir í er staðsetningin sem betur fer betri og heyrist einungis ómur sem einfalt er að sofa af sér...

Þessu aðferð að troða þessum viðbjóði svona framan í mann á meðan að maður sefur þykir mér svívirðileg og sýna mikið umburðalyndi og það að fólk lærir að aðlagast hinum ýmsu venjum.
Þó er ástæðuna örugglega einnig að finna í því að Swahili time er ekki sá sami og European time. Klukkan hjá þeim er nefnilega 6 tíma afturábak miðað við okkar tíma og er því 22:00 að kvöldi til, klukkan 4:00 um nóttina...

Lesendur Yrfills geta látið sig hlakka til næsta þáttar þar sem tekið verður á "Tanga" ættbálknum, en rannsóknarmaðurinn Yrfill er búinn að vinna rannsóknarvinnu í sambandi við hann.
Barnafólk er því beðið um að uppfæra tölvur sínar gegn óviðeigandi klámyrðasíðum sem þessari.
Ekki vegna þess að þau eigi eftir að líða fyrir lesturinn, heldur vegna þess að þá er fyrirséð í hvað fermingapeningarnir fara...

fimmtudagur, september 15, 2005

Æfingin skapar meistarann...

Ég verð að afsaka hversu langt er síðan ég skrifaði síðast, en ég er búinn að reyna að setjast niður 2svar sinnum en hef þurft frá að hverfa útaf vinnunni, svo það hefur ekki gefist tími til að skrifa mikið. Hér kemur þó eitthvað...

Ég er byrjaði í swahili kennslu á miðvikudaginn hjá Áströlskum manni sem er búinn að búa í Tanzaniu í 15 ár. Hann hitti ég að vinnu lokinni á veitingastað inní miðjum Stone Town. Kennslunni var háttað þannig að við sátum þarna í tvo tíma og borðuðum og drukkum bjór ásamt því að skrifa niður setningar og glósur í bækur sem ég fékk hjá honum. Þetta var hress náungi og mér leist bara ágætlega á hann og ætlum við að reyna að hittast einu sinni í viku til að halda þessu við. Ég fékk meira að segja heimalærdóm og glósur sem við gerðum saman til að kíkja á og undirbúa mig undir næsta tíma. Ég mun nota eitthvað af frídeginum mínum í til að kíkja á það...

Við erum búnir að fá nýjann Survey Assistant til okkar og heitir hann Mr. Johnson. Hann er uppalinn í Kilimanjaro en er búsettur í Dar með konu sinni og tveimur börnum. Mr. Johnson er mjög trúaður og er hann kristinnar trúar.
Hans trúfesta hefur skapað mikilar og skemmtilegar umræður á skrifstofunni um trúarmál þar sem við Stoffer erum ófeimnir við að lýsa vantrúnaði okkar á biblíunni og þeim víkingasögum sem hún hefur að bera.
Við Stoffer erum báðir egnostic (allir að fletta...) og höfum mjög gaman af því að draga biblíuna í efa. Við höfum til dæmis sagt honum að biblían sé skrifuð af einhverju fólki og hafi verið mögnuð upp eins og víkingasögurnar. Gengið var svo langt að líkja honum við Hitler sem einnig hafi verið afar fær í múgsefjun.
Mr. Johnson hefur því oftar en ekki orðið yndislega mállaus við þau tækifæri, en í þeim atvikum leysir hann vandamálið með sínu síbrosandi andliti og hlátri á innsoginu.

Mr. Johnson gefur samt nýja vídd í tilveruna hér á Zanzibar með því að vera ágætur í ensku og getur því svarað hinum ýmsu spurningum sem manni dettur í hug í sambandi við Afríkanska menningu og hætti.

Ég er búinn að kynnast lauslega einum heimamanni hér sem er að vinna úti á svæði. Hann er ágætur í ensku og er meira segja svo hress að hann er búinn að gefa mér viðurnefnið "Mr. Kachangoma". Þetta viðurnefni kom útfrá því þegar hann einn daginn vatt sér upp að mér og byrjaði að spjalla. Hann spurði mig hvort ég væri ekki duglegur í tjéllingunum hérna á Zanzibar og spurði mig hvað ég væri búinn að leggja margar. Ég tjáði honum að það væri eitthvað lítið enda væri ég trúaður mjög. Hann hikaði ekki við að vippa af sér nokkrum frækisögum og eftir það hélt ég för minni áfram inná kontor þar sem Mr. Johnson var staddur.

Þegar ég spurði hann hvort hann þekkti þennan gaur eitthvað, sagðist hann kannast við hann frá heimabæ sínum í Kilimanjaro, en hann kæmi nefnilega frá bæ rétt hjá sem heitir Tanga. Eftir að ég sagði honum hvað hann hafi sagt mér, sagði hann að það kæmi honum ekkert á óvart. Mr. Kachangoma eins og ég kýs að kalla hann útfrá þessum kynnum, væri nefnilega alinn upp við mikið frjálsræði í kvennamálum. Stelpum og strákum sem kæmi frá þeim stað væri nefnilega kennt ríði tækni því að það væri hluti af kúltúrnum þeirra. Þetta fannst mér alveg magnað kvikindi og reiddist við tilhugsunina um mín mögru uppvaxtarár úr Mosfellsbænum...
Kennsluaðferðum fékk ég ekki útlistað en þetta er eitthvað sem ég þarf að ræða betur við Mr. Kachangoma við tækifæri...

Mr. Johnson var því mjög vinalegur og benti mér á að maður ætti ekki að leyfa neinum frá því héraði að komast í tjellinguna sína, því þá mundi maður fara að væla. Ég tók því sem óumflýjanlegri staðreynd og varð óneitanlega hugsað til hjólabuxnatriðsins. Ég ákvað að segja ekkert...
Mér til mikillar undrunar sagði hann mér að kvenfólk frá þessu svæði væri afar vinsælt og að það kæmi fólk hvaðanæva frá Afríku til Tanga, í leit að kvenkosti...

Það var annars frábær dagur í gær, því einn af þeim sem ég bý með hélt uppá afmælið sitt á hóteli hér rétt hjá. Hann er búinn að fá konu sína og fimm ára dóttur í heimsókn í tvær vikur og voru þau stödd þarna ásamt flestum úr vinnunni. Þetta var mjög kósí staður og var frábært að komast aðeins frá vinnuumræðunum, þó að það hafi ekki lukkast allt kvöldið eins og gefur að skilja. Sú litla var algjör lúffukind og bræddi alla með sínu sæta brosi og sakleysi. Við Stoffer klikkuðum ekki á smáatriðunum og keyptum hressandi útskorinn kall fyrir afmælisbarnið og bækur og vatnsliti fyrir þá litlu. Hún var alveg heví ánægð og ég fékk hana til að lofa því að mála eina mynd handa mér sem hún mundi svo biðja pabba sinn um að koma til skila til mín. Ég bíð spenntur efitir niðurstöðunum.

Þegar heim var komið fann ég að ég var allur kumpaður í andlitinu, enda búinn að vera með stöðugt bros allt kvöldið útaf Selenu litlu. Eitthvað langt síðan að maður hefur brosað svona mikið...

Passar fínt, Liverpool vs. Man Utd að byrja, verður örugglega góður leikur...

þriðjudagur, september 13, 2005

Ekkert...

Það var alveg unaðslegt að gera bara ekki neitt á sunnudaginn. Það var eitthvað meira og betra en ég hafði nokkurn tímann getað ýmindað mér. Ég er búinn að ákveða að héðan í frá mun ég gera ekkert alla þá sunnudaga sem eftir eru hér á Zanzibar.

Við Stoffer brugðum okkur í aðgerðarleysinu að fyrstu mælingu lokinni með lokal bát yfir í eyju sem heitir Prison Island. Þessi eyja ku vera fræg fyrir landskjalbökur í tugatali og eru þær engin smásmíði. Við erum að tala um 60-70 cm. há kvikindi og voru þær alveg þokkalega hressar miðað við hæga yfirferð. Bátsstjóri okkar var svo vænn að kenna okkur skjaldbökubrellu sem fólst í því að klóra þessum miklu flykkjum innst í hálsakotinu undir skelinni. Þessi brella gerði það að verkum að þær fengu nautnafullt blik í þreytuleg augun og reistu sig uppá tá. Þetta var mjög fyndið og varð til þess að þessi brella var mikið notuð þennan eftirmiðdag.

Þegar brellan byrjaði að lýjast hugsuðum við okkur til hreyfings en við fengum því miður að vita að ekki mætti ganga um eyjuna því hún væri í endurbyggingu. Þar eru víst indverjar að verki og eru að byggja bongaló útum alla eyju og leggja stíga.

Það varð til þess að sumir fóru í sólbað en ég ákvað að ganga meðfram ströndinni til að skoða aðeins. Sú ganga endaði með því að ég gekk hringinn í kringum alla eyjuna, alveg einn í heiminum. Það var alveg æðisleg tilfinning að laumast svona og að vera í friðsæld og angandi blómalykt á þessari fallegu eyju...

Þegar við komum til Zanzibar aftur fórum við svo á markaðinn og versluðum fullt af alls konar ávöxtum sem ég hafði aldrei smakkað eða séð áður. Þessu ákváðum við að henda í kokkinn og láta hann elda einhverja snilld þar sem við værum ekki alveg vissir um hvað við værum með í höndunum. Til að toppa þetta keyptum við 8 mismunandi Zanzibar krydd, karrí og chilly til að poppa aðeins upp matreiðsluna hjá okkar meistarakokki. Þessum kaupum okkar tók hann fagnandi og galdraði fram alveg geðveikann kjúkling löðrandi í hressandi kryddblöndu.

Vá hvað þetta var góður dagur maður, alveg sá besti sem ég hef uppifað síðan að ég kom til Zanzibar...

Danir hafa, eins og þeir sem þekkja til, oft alveg einstaka sýn á það hvernig framkvæma eigi hlutina. Þeir eru mikið fyrir sólina þegar hún gefst og hefur maður rekist á margar bleikar og krumpaðar tuðrur í gegnum tíðina á öldum ljósvakans í Kaupmannahöfn...
Það virðist vera mikið issjú hjá þeim að ná sér í lit þegar tækifærið gefst og í sumum tilfellum, mergsjúga það. Danirnir sem ég er að vinna með hérna nota til dæmis aldrei sólarvörn og eru búnir að búa til kvarða til að geta rætt um áhrif sólarinnar á húðina. Einn hérna sagði til dæmis að hann fyndi nú fyrir því í skinninu að liggja 2 daga í sólinni, og þó að umræðan væri milli nokkurra manna þá kom orðið sólarvörn aldrei til spilanna.

Stoffer notar sömu pólitík, og segist ekki geta fundið útúr því að nota svoleiðis dæmi, það sé honum einfaldlega ofviða. Hann segir því lausn sína vera að hann taki vanalega út ein hamskipti í hvert sinn sem hann kemur til sólarlanda, og eftir það sé allt í góðu.
Það var víst samt ansi slæmt á Barbados eitt skiptið þegar hann var ásamt vinnufélaga sínum að mæla utandyra í steikjandi sól í fleiri daga í röð. Þá sagði hann sólina hafa verið svo rosalega að þeir hafi skipt um ham fjórum sinnum og átt erfitt um svefn þess vegna, en hvergi kom sólarvörn til sögunnar....
Kallinn toppaði svo kvikindið með að segja mér að hann hafi í einu blíðskaparveðrinu fengið löðrandi blöðrur á bakið vegna sólbruna... Við erum að tala um 2-3 stiga bruna...

Ussususss, leikurinn byrjaður, ég verð að hoppa...

laugardagur, september 10, 2005

Ökólógísk egg...

Það er annað sorpkerfi hér á Zanzibar en maður hefur vanist í sínu heimalandi.

Maður er búinn að vera að hneyksla sig á því hversu mikið rusl er hér úti um allt og finnst manni heimamenn ekki sýna umhverfi sínu mikla virðingu. Hér við höfnina er oft á floti alls konar drasl í sjónum, plastpokar, dósir og flöskur.

Einn daginn vorum við úti að borða á Merkury's sem er veitingastaður við höfnina og ber nafn fallinnar hetju Freddy Mercury, sem fæddist á Zanzibar. Þar situr maður og hefur útsýni útá sjóinn og gula ströndina. Þar var einn að verki að sópa saman rusli á sandinum. Hann sópaði draslinu saman í litlar hrúgur, gróf nokkrar holur, sópaði draslinu ofaní, mokaði yfir og gekk í burtu. Þetta fannst mér alveg agalegt að sjá, og var staðráðinn í því að gera mitt besta í að breyta tíðarandanum á Zanzibar með því að koma á framfæri byltingarkenndum hugmyndum um að taka upp ruslatunnuna.

Herferð mín hófst þegar ég varð vitni af því þegar bílstjórinn okkar Alawy henti ísbréfi út um
gluggann. "Abbabbabbbb" sagði ég hvössum tóni og tjáði honum söguna af fólkinu sem henti ruslinu á götuna og dó...
Hann tók sögunni með rólyndi og benti mér á umhverfið og sagði að það skipti engu máli því allt væri í rusli hvort sem er. Þá fór ég að sjá að það væri enginn staður til að setja ruslið sitt og ruslatunnur hvergi.
Fyrir utan hjá okkur er til dæmis ruslatunna fyrir utan húsið eins og maður er vanur, en hún er bara með radíus 7 metra og liggur því ruslið bara á víð og dreif. Þar getur maður séð hvað var á matseðlinum í vikunni og það er ekki annað að sjá en að strákunum þyki bjórinn góður.

Á morgnana eru Zanzibarskar hænur og ungar þeirra að vinna fyrir stimpli sínum sem "fritgående høns" og róta hvað þær geta til að finna eitthvað gott í kroppinn. Þegar lengra er haldið áfram misgóða vegina á leið til vinnu, er af og til keyrt í gegnum mikla reykjarmekki þar sem fólk er að brenna ruslið fyrir utan húsin sín. Þessi iðja er að mestu á morgnana sem betur fer því oft er mikill mökkur. Undir þessum kringumstæðum er ekkert annað að gera því ekki koma neinir ruslabílar til að hirða upp ruslið, svo fólk verður að grípa til sinna ráða til að minnka umfang uppsafnaðs rusls.

Annað sló mig um daginn þegar ég heyrði að vatn á Zanzibar er ókeypis fyrir alla. Þetta fannst mér afar skrýtið og ekki eiga samleið með þeirri mynd í hausnum sem ég hafði af Afríku. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ýmislegt að gerast í samfélaginu hér á Zanzibar því nýlega var gefin út tilskipun að öll börn ættu að fara í skóla og það frítt. Ekki ku skólagangan þó vera ókeypis nema rétt fyrstu árin og svo þyrfti að borga með.
Einnig er farið að herða hér skattareglur og þarf greyið fólkið að borga enn meiri skatt af launum sínum en það var vant að gera. Þetta er búið að skapa smá óánægju á vinnusvæðinu og fólk ekki að fá það sem það átti von á...

Þar sem að ég hef síðustu sunnudaga haldið fram áformum um að gera eitthvað skemmtilegt á þeim merka degi, hef ég ákveðið að láta ekki blekkjast í þetta skiptið. Hef ég því ákveðið að gera ekkert, enda hvimleiður dagur með eindæmum...

Núna erum við Stoffer að leggja í hann til að fara að sjá Arsenal spila gegn manninum sem ekki hlustaði á fólkið sem hló að sér í öll þessi ár. Ég er þó ekki að tala um "jafnfætis Jóa Sam" heldur Ray Parlour, en hann er kominn í lið Boro manna.
Við óskum okkar mönnum góðs gengis og verður spennandi að sjá liðið höndla að spila án fyrirliðans Henry...

miðvikudagur, september 07, 2005

Næturbrölt...

Í dag er þvílík veisla.

Ég fæ nebblega að sofa í meira en 5 tíma samfleytt í fyrsta skipti í rúma viku. Þessa mælingar okkar eru alveg að rugla í manni og er maður farinn að vera svona svolítið þreyttur öðrum megin. Einn verkfræðingurinn ætlar að leysa af í nótt svo það er algjör snilld.

Við Stoffer erum annars búnir að koma okkur upp hellvíti fínu kerfi á næturnar þegar þarf að vakna. Þetta kerfi er búið að taka smá aðlögunartíma en niðurstaðan er sú að það er ég sem vakna og hann keyrir. Stoffer sefur nefnilega fastar en suddinn sjálfur og hefur bara verið gera meðbúum sínum grikk með því að vera að stilla vekjaraklukkuna sína. Hann stillir hana svona í fyrra lagi svo hann hafi tíma til að vera orðinn hress. Vandamálið er bara að hann vaknar ekki við hana, en það gera aftur á móti allir hinir í húsinu og þar á meðal ég. Eftir að ég var búin að vakna nokkrar nætur í röð, dýrmætum 20 minútum á undan minni klukku ákvað ég bara að semja við hann um að vekja hann bara svo ég fengi þessar auka 10 min. Honum leist bara vel á það, enda er hann vænn, drengur sá...

Djöfullinn hljóp annars í mig eitt kvöldið þegar við áttum að fara um 21 leitið af stað að mæla. Hann hafði lagt sig kúturinn, og viti menn, sofið í gegnum vekjaraklukkuna, alveg þangað til ég tók til minna ráða. Ég byrjaði á því að banka duglega á hurðina og ekkert gerðist, þá mundi ég efitir dómaraflautinni sem ég hafði í vasanum. Við eigum eina slíka hvor, til að ná athygli hvors annars þegar að við erum að mæla niðri á höfn í mikilli mannmergð. Mjög sniðugt...
Ég tek upp flautuna og blæs í kvikindið, og það var svo mikill hávaði, að ég fékk hellu. Það dugði samt ekki til að hann einu sinni rumskaði. Ég gekk því að rúminu hans og hallaði mér að honum, hélt fyir eyrun og blés allt hvað ég gat. Það dugði, hann hrökk við en það eina sem hann sagði var "hvad så" og geispaði...

Ég gat nú ekki annað en beðið hann afsökunar á þessu atferli mínu og eftirá þakka ég hversu mikill rólyndismaður hann er, ekki að kippa sér upp við svona lagað. Ég sé mig fyrir mér að ef einhver myndi voga sér að gera mér svona þá hefði ég tekið hringspark á viðkomandi í gegnum flugnanetið, enda ekki mikið fyrir svona læti í morgunsárið...

Ég er annars búinn að komast að því að ég komst í sögubækur Pihl & Søn með því að fá malaríu á þessum lyfjum sem við erum að taka. Það hefur engum tekist áður og langar mig að þakka kærlega fyrir það og vil senda öllum flugum kaldar kveðjur í því tilefni...

Ég er annars ekki í toppformi eins og er og neyðist því til að fara í háttinn til að hlaða batteríin sem eru ekki alveg í toppstandi þessa dagana.

Mun samt reyna að skrifa eins og ég get...

Mig langar til að óska honum Darra bróður mínum til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Hann er að verða gamall greyið, það verður að játast, en hann hefur alltaf verið seigur í að láta fara lítið fyrir hlutunum. Ég er annars búinn að klúðra gjöfinni fyrir hann og er því að vona að hann sætti sig við að fá hana svolítið seint...

laugardagur, september 03, 2005

Norm...

Sunnudagar já...

Þeir eru búnir að skapa sér örlitlar óvinsældir hjá keppanum undanfarin misseri. Fyrir það fyrsta hef ég aldrei verið neitt hrifinn af sunnudögum vegna þess að sá dagur hefur það leiðinlega hlutverk að enda skemmtilegasta hluta vikunnar, nefnilega helgina. Ég er hrifinn af föstudögum og laugardögum því þá er vinnuvikan loksins búin og maður getur farið að gera það sem maður er búinn að vera að bíða eftir að geta gert.

Svo þegar ég kem hér til Zanzibar þá þurfum við endilega að hafa frí á sunnudögum af öllum dögum, jæja...
Fyrsta sunnudaginn í fríi hérna eyddi ég í að vera í haunk útaf malaríusjúkdómi, og svo þann síðasta átti aldeilis að fara útí skjaldbökueyjuna og skoða sig um. Við vöknuðum útsofnir og til í slaginn, en viti menn, eins og sunnudegi sæmir byrjaði að rigna alveg eins og hellt væri úr fötu. Hér er nefnilega vetrartími og því eðlilegt að á þeim árstíma sé hráslagslegt með 30 gráðum og einstaka úrhelli. Þessi einstaka úhelli geta nefnilega verið ansi beysin því hér eru víst dæmi um að úr hafi hellst 500mm. á einum degi, og þá erum við að tala um alveg geðveikt magn af vatni og allt á floti. Það var því ákveðið að taka það bara rólega og horfa bara á enska boltann.

Í upphafi vikunnar er annars búið að vera mikil rigning hérna og verið hálf Íslenskt veður en það hefur svo sem ekki háð mér mikið sökum þess mikla möppudýrs sem ég er orðinn...
Ég er því hérmeð hættur að tala um það sem ég "ætla" að gera um sunnudaginn, því mér er ekki vel við að vera að ljúga að fólki og mun því frekar segja frá hlutunum þegar þeir eru búnir að gerast héðan í frá...
Útlit næsta sunnudags er nefnilega heldur ekki vænlegt því við Stoffer verðum víst að vinna einhverja tíma til að klára að mæla upp höfnina og setja inní AutoCad...

Í dag varð ég annars fyrir miklum veruleikasjokkum í sambandi við afríkubúann.

Ég sat í sakleysi mínu í dag eftir vinnu á netinu með opinn gluggann útí garð. Þar brá öðru hvoru fyrir vaktmanninum okkar sem var á röltinu fyrir utan eins og gengur og gerist. Svo byrjaði hann að gera sig klárann fyrir baðið sitt sem hann greinilega tekur bara í krananum hérna fyrir utan. Þetta fór allt saman siðsamlega fram, en maður fór bara að velta því fyrir sér að hann hefur í engin hús að vernda til að fara heim í bað. Ég hélt nú áfram sörfi mínu en svo sá ég að hann kom með poka í hönd og gerði sig líklegann til að hafa það náðugt á stéttinni til að fá sér kvöldmatinn sinn. Það var svolítið skrýtin tilfinning að fylgjast með honum því hann fór oní pokann og hnoðaði með puttunum hrísgrjón og stakk uppí sig með puttunum. Svo eftir nokkra bita fór hann yfir og fékk sér að drekka úr krananum til að skola niður þurru hrísgrjónunum. Þá var mér nóg boðið og ég sagði honum að hipja sig úr minni ausýn, ég vildi ekki hafa svona...
Nei, ég fann til með stráknum svo ég ákveð að gefa honum eins og eina sprite til að skola grjónunum niður. Hann var ein augu þegar ég kom út og bauð honum annan eins munað og spurði hvort að ég væri að bjóða honum bjór. Ég sagði svo ekki vera og sýndi honum sprite merkið. Hann var ekki enn viss í sinni sök enda ekki mikið fyrir sopann gat ég séð á öllu. Fyrir rest fékk ég hann til að smakka á þessu og hann var allskosta sáttur við bragðið og þáði dósina. Þegar ég kom inn aftur, rann fyrir mér ljós, að ég var fyrstur í öllum heiminum til að gefa honum sprite að drekka. Hann vissi ekki einu sinni hvað þetta var. Þetta var bara svo súrrealískt þegar þetta er eitt af fyrstu orðum sem evrópsk ungabörn læra í dag samanber orðunum mamma, sjónvarp og ríkisskattstjóraembætti.
Jæja, mér fannst þetta bara svo merkilegt eitthvað en samt svo lítilvæglegt að ég varð bara að tjá mig um þetta.

Eftir að við vorum búnir að borða niðrí Stone Town í dag þurftum við Stoffer að fara og sinna okkar daglegu mælingum niðrá höfn. Við keyrðum eins og vanalega en urðum að stoppa og leggja bílnum svolítið frá vegna gríðarlegrar mannmergðar sem myndast hafði vegna tónleika sem haldnir voru rétt hjá höfninni. Við þræddum mannmergðina sem var mjög skemmtilegt, því maður er farinn að sakna fólks og stórborgarfílingnum sem því fylgir. Allt í einu verð ég var við að mannmergðin tvístrast fyrir framan mig og fólk forðar sér. Þá sé ég hvar lögregluþjónn er að hamra með löggukylfunni á fólki sem var að standa í röð fyrir utan tónleikana. Fólkið hefur greinilega verið farið að þrengja að honum og hann bara ákveðið að leysa málið einn tveir og bingo með að byrja að lemja það. Ég stóð og glápti á þetta og hugsaði með mér "fuck, er ég að fara að lenda í einhverju riotti". Mér til mikillar undrunar var svo fólkið sem var að forða sér undan lögreglumanninum farið að hlæja að hinum óheppnu sem urðu fyrir höggum lögreglumannsins. Þá fékk ég nú aldeilis annað veruleikasjokk og áttaði mig á því að svona viðbrögðum væri fólkið bara vant og væri bara orðið samdauna og sátt við þessi viðbrögð. Ég ákvað hins vegar að forða mér áður en eitthvað meira gerðist og láta hina um að skemmta sér.
Alveg magnaður andskoti...

Jæja, best að snáfa í háttinn. Það eru næturmælingar framundan...