Yrfillinn á Zanzibar

föstudagur, ágúst 12, 2005

Sælir og blessaðir lesendur góðir.

Ég vona að breyting mín frá yrfill yfir í yrfillinn hafi ekki ruglað ykkur í ríminu... En tæknilegir örðugleikar við stofnun fyrri síðunnar orsökuðu þessar gríðarlegu sviptingar....

Já ég vil bara byrja á því að segja frá statusinum hér, er ekki viðeigandi að byrja á því.

Ég bý í einbýlishúsi með þremur gaurum sem vinna fyrir Pihl & Søn líka, þetta er mjög fínt hús með stórum herbergjum og einka baðherbergi (mjög gott...). Okkur er skaffað þjónustukonu sem sér um að þrífa húsið og fötin okkar sem er einkar erfitt að venjast... nei það er æðislegt, og ég ætla ekki að gera nein heimilisstörf þegar ég kem heim. Það er ekki hægt að breyta svona...
Svo vorum við að fá kokk sem eldar fyrir okkur kvölmatinn með glæsibrag get ég sagt ykkur. Ég sé nú þegar blikur á lofti um að einn meðbúi minn eigi ekki eftir að koma vel útúr svona matseld...
Til að sjá til að maður sofi vel á nóttunni er einn vagtmaður hérna fyrir utan hjá okkur með svaka langan hníf, við skulum bara vona að hann sé rétt prógrammaður svo að við komum allir heilir útúr því...

Við erum loksins búnir að fá alla gámana okkar og vélar úr skipinu, svo að verkefnið er að fara í full swing hvað á hverju. Er annars búið að vera frekar rólegt hjá okkur á meðan við vorum að bíða eftir skipinu svo að við erum búnir að hafa það mjög gott.

Það sem ég kem til með að gera hérna á Zanzibar er að hjálpa öðrum tæknifræðingi með að mæla út höfnina og setja hana inní modul system sem við munum búa til í AutoCad og fleira sem snýr að verkefninu. Svo mun ég víst flakka eitthvað á milli manna og fá að prófa hitt og þetta, þetta kemur bara í ljós...

Ok þar sem þetta er fyrsta bloggið ætla ég að óska mér til hamingju með það og að biðja ykkur um að vera dugleg að setja inn comment svo strákurinn sé ekki bara einn í þessu...

Sjáum hvort þetta virki....

4 Comments:

 • Til hamingju með Yrfilinn:) Þessi síða er komin í favorite linkinn og verður skoðuð oft!.. ég alveg hundöfunda þig að vera þarna úti... Hlýtur að vera frábært að kynnast svona sem er allllt öðruvísi en okkar heimur .. Góðar stundir kútur :) miss ya ***
  Nína strumpur

  By Blogger Nína, at 7:08 e.h.  

 • Sæll frændi, frábært að heyra frá þér og spennandi að lesa hvernig lífið er. Verður fastur liður með morgunkaffinu hér eftir, að lesa síðuna hjá þér :) Bið að heilsa varðmanninum, örugglega hægt að endurforrita ef þörf er á :)

  By Anonymous Nafnlaus, at 8:52 f.h.  

 • Hæ orri yrfill :D Magnað hja ter hlakka til að fylgjast með.... Algjör upplifun.
  kv. Dagný

  By Anonymous Nafnlaus, at 3:51 e.h.  

 • Halló Yrfill...gaman að sjá síðuna þína, allt voða spennó....hafðu það gott og njóttu lífsins þarna úti...bæjó Eva HLÍN

  By Anonymous Nafnlaus, at 10:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home