Yrfillinn á Zanzibar

mánudagur, ágúst 15, 2005

Mórallinn er allt...

Já nú er allt að gerast á vinnusvæðinu og verkið fyrst að komast í gang núna. Við erum að rífa allskonar búnað út úr gámum og svoleiðis vesen, ekki beint sú vinna sem ég hélt ég væri að fara að vinna hérna en, hey það þarf víst að starta verkinu áður en maður fær að gera eitthvað.
Er annast búinn að vera að vinna aðeins með öðrum tæknifræðingi að nafni Stoffer og hann alveg fínn gaur ekkert að kvarta yfir því. Hann er samt búinn vera með "the runs" undanfarna 2 daga og er ég því búinn að vera að vinna með vélaköllunum að koma öllu draslinu í gang eftir langa sjóferð.

Gamli góði vinnumórallinn farinn að detta sterkur inn þar sem lögmálið "sá sem er skítugastur er duglegastur" er í háveigum hafður. Við Kurt keppumst um titilinn því við viljum ekki fá kommentið "hvað þú verður nú að fara að gera eitthvað, það sér ekkert á þér"
Ég mundi segja að við Kurt værum svipað duglegir...

Nú, þar sem að Stoffer er búinn að vera vant við látinn hef ég verið iðinn við að reyna að kynnast okkar nýja vinnuafli, sem stendur af 15 heimamönnum. Þeir eru hressir enda gríðarlega ánægðir með að vera komnir með vinnu, því atvinnuleysið hér er gríðarlegt.
Á hverjum degi eru 10-20 heimamenn sem hanga i kringum okkur í von um að vera svo heppnir að fá vinnu, sem er ótrúlegt þar sem þeir fá einungis 15 dkr. fyrir daginn... Það er samt nóg til þess að eiga fyrir mat og einhverju meira býst ég við.

Það minnsta sem maður getur gert í þessari stöðu er að reyna að hressa uppá mannskapinn með ýmsu glensi, og hef ég því tekið uppá því að gefa mönnum gælunöfn, svona líka til að hjálpa mér að muna nöfnin þeirra (sem eru náttúrulega bara rugl...) Einn þeirra sagðist heita eitthvað með bwchs eða eitthvað svo ég greip það á lofti og snéri því uppí Bruce nokkurn Willis. Ég veit ekki hvort hann var að fíla það, en ég taldi þetta vera nokkuð öruggt svo ég skrifaði Bruce Willis á hanskana hans (hann var reyndar kominn í aðra hanska seinna um daginn... hmm..skrýtið...)

Mér líður eins og ég sé kominn út í eitthvað rugl hér, svo ég ætla að fara að segja þetta gott í bili, gaman að sjá respons i commentunum...

2 Comments:

 • hehehe.... Bruce Willis
  Það er alltaf hægt að stóla á þig með gælunöfnin. Annars gaman að sjá hvað Yrfill og negrarnir eru að tengjast.

  kv,
  Kisi

  By Anonymous Nafnlaus, at 11:49 f.h.  

 • Blessaður Yrfill Bloggmundarson, hressandi að lesa um ævintýri þín í Færeyjum, vinalegt að vita af þér þarna í kringum allt þetta húlabúlalið. Ég er um þessar mundir í Zurich, Sviss, að drekka öl í þessum rituðu orðum, mjög gott. Þá er ekki fleira í þættinum í kvöld, vertu sæll......

  By Anonymous Nafnlaus, at 12:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home