Yrfillinn á Zanzibar

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Lítil lúffa...

Já, í dag er stór dagur... Þórhallur "litli" bróðir og Andrea "Önd" hjúkona hans voru hvorki meira né minna að eignast stelpu í nótt. Ég frétti þetta í dag þegar hún móðir sæl hringdi og sagði mér allt af létta. Maður fékk nú bara löngun til að koma heim til að fá að athuga hvort hún líktist manni eitthvað... en néé, ekki hægt í þetta sinn. Mig langar hér með að óska þeim innilega til hamingju og vona að þeim farnist vel öllum saman.

Ég er annars með vondar fréttir fyrir harða aðdáendur Yrfilsins. Ég mun líklega bara ná að skrifa annan hvern dag, því við erum 4 menn um eina tengingu og verð ég því að leyfa strákunum líka að prófa netið við og við, en ég ætla að reyna að standa við þetta (við munum sjá hvað gerist...).

Í dag er ég búinn að vera á Zanzibar í nákvæmlega í 28 daga...

Það finnst mér vera ótrúlega mikið og svo sannarlega vel að verki staðið. Ég er búinn að vera að analisera heimamanninn örlítið, öðrum megin á meðan á minni dvöl stendur. Í fyrstu var ég skeptiskur og líkaði ekki hvernig þeir horfðu á mann án svipbrigða. Maður fór að velta því fyrir sér hvort þeim langaði að borða mig eða bara hvort minn langi hvíti líkami væri bara að gera góða hluti, eitthvað sem væri þá ekki í fyrsta skiptið... Þeir eru mikið fyrir það að kalla til manns og á tungumáli sem mér var ekki kunnugt fyrr (svahili var það víst...).
Undanfarið er ég búinn að komast að því að þeir eru allir saman að heilsa manni, og verða þeir gríðarhressir ef svarað er um hæl á svahili. "Djambo" segja þeir mikið, og ef þeir bregða fyrir sig slangri þá segja þeir "mambo" og þá á maður að segja "boa".
Ekki er mér búið að takast að ná mikilli sleipu í málinu en ég er kominn með símann hjá áströlskum kennara sem er víst hress og tekur mann gjarnan í netta kennslustund yfir bjór að kvöldi til. Það er alveg næst á dagskrá þegar ég sé færi á.

Ég er búinn að fá nýjann meðbúa hér í "Palace" eins og við kjósum að kalla það. Þetta er maður í eldri kanti og ku hann hafa svæsingu fyrir sérgrein. Tilkoma hans veldur því að hér í hús er kominn 50/50 meirihluti þegar um val á sjónvarpsefni er að ræða. Maðurinn segist nefnilega elska fótbolta, og eins og menn vita þá er það tónlist í eyrum mínum. Sú tólnlist var ekki viðvarandi lengi því maðurinn er ekki gáfaðari en svo að hann heldur með united... Hvernig gat hann klúðrað þessu svona strax á fyrstu metrunum (týpískur utd. maður...). Enn jæja það er enginn munur á kúk og skít svo ég mun því eftir fremsta megni reyna að leyna andúð minni á honum...

Lifi Arsenal...

8 Comments:

 • ekki ónýtt að læra nýtt tungumál, þú verður altalandi eftir nokkrar vikur. Hér er rigning og skítaveður (er sko í Rvík...) þ.a. njóttu bara sólskinsins. Til hamingju með frænkuna :)

  By Anonymous Nafnlaus, at 10:41 f.h.  

 • Jæja drengur mikið er gaman af ff að þú drengur dafnir vel meðal blámannannna þarna, og í nágrenni við mafia island, en drengur sæll ég ættla nú bara að bregða á þig eins og einni kveðju væni,

  By Anonymous Nafnlaus, at 8:35 e.h.  

 • Já ekki er annað að sjá en að ég dafni vel og takk fyrir það, en hver er nú noj igob. Ég sé að það er langt síðan að ég var heima, alveg dottin úr öllu slangri og nickneimum... Skýt á Valda Kalda samt...

  By Blogger Yrfillinn, at 4:54 e.h.  

 • Talandi um gælunöfn .. hvert er gælunafnið mitt :)

  By Blogger Nína, at 10:30 e.h.  

 • Nína Síló... Hehe, þú spurðir...

  By Blogger Yrfillinn, at 2:36 e.h.  

 • Datt inn annars eitt lélegt hérna á kanntinum. Þitt nafn er Nina Sisti... eeehhhhhh...

  By Blogger Yrfillinn, at 4:01 e.h.  

 • isss ég átti nú eitthvað annað betra hér í denn!!

  By Blogger Nína, at 11:24 f.h.  

 • Bleeee smjörvi minn Hvað segir pungsi.Er hættur á sjó búinn að fa viðbjóð Held að ég verði hreinsk og segi að ég komi ekki í heimsókn en aldrei að vita.Við sötrum öl og horfum á bolta um jólin Kv Biggi Ílukall

  By Anonymous Nafnlaus, at 8:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home