Yrfillinn á Zanzibar

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Dagur 4...

Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til að mæta í vinnuna því ég hafði átt aldeilis prýðilega nótt og sofið vært. Sú tilraun entist ekki nema í 35 minútur því áður en ég vissi af þá átti ég erindi við taflborðið. Þar sem verkefnið okkar er ekki alveg komið í full swing þá eru taflaðstæður eftir evrópskum standard ekki til staðar. Það er verið að vinna að því eins og stendur...
Ég vissi að það mundi kosta fyrirtækið mikinn tíma og peninga að borga fyrir sáluhjálp mína ef ég mundi voga mér inná taflsvæði heimamanna á höfninni svo ég ákvað að drífa mig heim. Sjúkdómseinkenni eru líka hitaköst sem eiga til að gjósa upp af og til, sem ég vil frekar komast yfir í rólegheitum í einhverju móki heima hjá mér.

Þegar ljóst er að upptök sjúkdóms míns eru að finna hjá litlu pirrandi flugudrasli er ég búinn að finna mér minn heilaga stað í húsinu. Ef maður ætlar sér að horfa á sjónvarpið frammi með strákunum þá ber manni að búa sig vel því moskítóið reynir endalaust að ná sér í próteinskammt til að ala buru sína. Viðbrögðin eru því oft öfgakennd þegar maður stendur eina að verki eða heyrir óþolandi ððððð..... hljóð við eyrað sitt þegar maður er að reyna að fylgjast með einhverri bíómynd.
Undanfarið hef ég því í veikindum mínum legið mikið undir moskítónetinu mínu í mínum litla 2m*2m*2m moskítófría heimi. Þar er pláss fyrir mig, tölvuna mína og hátalarana mína, hvað er hægt að biðja um meira... (ok. ein tjelling á kentinum væri kannski líka hressandi...)

Að lokum langar mig til að senda baráttu kveðjur til minna manna þar sem þeir eiga á brattann að sækja í úrvalsdeildinni þessa dagana. Langar mig því hérmeð að prentfesta efasemdir mínar og tilhlökkun til að sjá útkomu þessa tímabils. Ég mun að sjálfsögðu standa með mínum mönnum en það þarf mikið að gerast ef þeir ætla sér að vinna þrennuna eins og þeir eru að spila að dag,
við sjáum hvað setur...

4 Comments:

 • Heill og sæll Yrfillinn. Leitt að heyra með aftansönginn og hitasveiflurnar þarna á Zanzi. Þú klárar þig samt af því eins og öðru með æðruleysi og yfirvegun. Samt óþarfi að láta magakveisuna bitna á sárasaklausum Unitedmönnum sem eiga sér greinilega málsvara á Z sem er gott. Annars leitt að hitta ekki kallinn þegar hann heiðraði Klakan með nærveru sinni í sumar, gengur bara betur næst. Bið kærlega að heilsa villiöpum og villiapinjum þarna í svörtustu... DJEMBA!

  By Anonymous Nafnlaus, at 10:45 f.h.  

 • Heill og sæll kallinn minn...

  Hvernig gengur þér að ná bata? Það er orðin fastur liður að opna bloggið og alltaf jafn gaman að lesa póstinn frá þér. Ég er hér í góðu yfirlæti hjá Andreu og Þórhalli frá Hlemmi og ég get sagt þér að sú litla dafnar vel og hefur alveg prýðilegar hægðir. Þórhallur sendir myndir alveg á næstunni.

  Kærar kveðjur frá okkur.

  By Anonymous Nafnlaus, at 4:34 e.h.  

 • Ég skila því Valdi minn...

  By Blogger Yrfillinn, at 4:43 e.h.  

 • Er búinn að ná fullum bata og eru hægðir af skornum skammti. Gaman að sjá að sjá að sú litla lætur í sér heyra út báðum endum...
  P.S. Láttu þau nú hringja í mig...

  By Blogger Yrfillinn, at 4:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home