Yrfillinn á Zanzibar

mánudagur, ágúst 22, 2005

The big M...

Eins og lesa mátti á mínu síðasta bloggi var mikil spenna fyrir að eiga loksins frídag á sunnudaginn.

Við fórum út að borða og fengum fínan mat, og eftir matinn fann ég fyrir gríðarlegri löngun til að leggja mig eftir svona ágætis mat. Við röltum yfir á hótel í grenndinni til að skoða okkur um. Við sundlaugina blasti girnilegur sólbekkur með mjúku áklæði sem ég gat hreinlega ekki staðist og lagðist útaf og lyngdi aftur augum. Strákarnir ákváðu að fá sér einn léttann á næsta skemmtistað og spurðu hvort ég ætlaði með. Það fór ansi vel um mig svo ég sagði "við sjáumst á morgun". Heilum 45 mínútum síðar er pikkað í öxl mína og ég spurður á hvaða herbergi ég byggi, ég var hálf ruglaður og sagðist mundi fara út eftir 5 mínútur.
Ég fór svo og hitti strákana á Reggay Night stutt frá, og þar kenndi ímissa illgrésa af fólki með feita dredda sem dönsuðu með glæsibrag, þar sem takturinn var beislaður á þann máta sem ég hafði aldrei séð fyrr...
Ég var enn örlítið slæptur eftir lúrinn og ákvað því eftir að mér var boðin jóna á 500 skildinga (30Íkr.), að nota tækifærið og drífa mig heim með Stoffer og vera bara ferskur fyrir ferðalag okkar norður á bóginn.

Um miðja nótt vakna ég svo við það að mér er ÍS-kalt og fer framúr til að klæða mig betur. Það sem eftir var nætur var ég í svitamóki og náði ekkert að sofa. Var þetta orðið svo slæmt að ég var byrjaður að bölva lakinu fyrir að vera allt of hlýtt sem ekki hafði komið fyrir áður.
Sem betur fer var rannsóknum lokið...
Hálf tussulegur ákvað ég að druslast með í okkar exotic jeppaferð um viðbjóðslega vegi og fátæk börn sem ýmist öskruðu "money..." eða "djambo" þegar við keyrðum framhjá.
Þremur árum seinna komumst við á leiðarenda og það eina sem ég gat gert var að sötra smá súpu og leggja mig á bekk þangað til strákarnir ákváðu að leggja af stað. Ég var alveg ágætlega í hönk og hlakkaði til að koma heim aftur.
Ég talaði við hjúkkuna okkar þegar ég kom heim og sagði henni allt af létta. Við ákváðum að bíða til morguns og sjá hvort þetta mundi lagast.
Ég upplifði nákvæmlega eins nótt og þá fyrri, nema að við bættist hressandi slepjukenndur aftansöngur...
Um morguninn fór ég svo til læknis og hann sagði mér eftir örsnögga rannsókn að ég væri með Malaríu... Glæsilegt sagði ég þá, og við tókum eina netta, háa fimmu.
Læknirinn sagði mér svo að ég þyrfti ekki að óttast því að með ákveðnum pillum væri þetta yfirstaðið eftir 5 daga. Mér létti, og ég dró fimmuna til baka.

Ég er því heima fyrir í dag og er að vonast til að vera orðinn hitalaus á morgun því aumingjastimpillinn er handan við hornið ef ekki verður spýtt í lúku á næstunni...

Kær kveðja frá manni sem í dag, hlær að Malaríu...

Sjáum hvort það verði jafn fyndið á morgun...

6 Comments:

 • öss ég trúi þessu ekki! ég var látin látin fá bönsj af sprautum og taka skrilljón malaríutöflur áður en ég fór! ...manni var víst ekki hleypt inn í landið öðruvísi...en maður vonar bara að kallinn jafni sig og gerist ekki aumingi :)

  By Blogger Dísa Rós, at 2:59 e.h.  

 • Ég fékk heilar 5 sprautur og tek malaríu fyrirbyggjandi töflur á hverjum morgni. Er reyndar búinn að fá haug af bitum.
  Kellinn mun standa uppréttur eftir þetta allt saman...

  By Blogger Yrfillinn, at 7:02 e.h.  

 • Ekkert annað!

  By Blogger Nína, at 8:27 e.h.  

 • uss... hef sem betur fer aldrei lent í þessu...

  By Anonymous Nafnlaus, at 8:48 f.h.  

 • Sæll Orri minn!

  Mér fannst frábært að lesa það sem þú hefur skrifað (þyrfti reyndar orðabók á köflum en það er nú bara vegna þess hve gömul ég er orðin..)
  Vonandi jafnarðu þig fljótt af malaríunni - bíð spennt eftir að lesa meira...

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:49 e.h.  

 • Takkk fyrir það. Það er gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru að skemmta sér.

  By Blogger Yrfillinn, at 1:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home